The Beatles - A Day in the Life
Já, í dag var dagurinn sem ég fylltist innblástri til að stofna til nýrrar bloggsíðu. Á hinni er ég komin með ansi mikla leið (mikinn leiða?) og fannst ég þurfa smá tilbreytingu. Miklar breytingar eiga sér stað núna og má þar t.d. nefna:
1. Ég ætla að vera dugleg á morgun og vonandi áfram.
2. Mínu fyrsta ári í menntaskóla (meira að segja Menntaskólanum) er að ljúka og er það mikill áfangi.
3. Það styttist óðum í Ítalíuför mína og fylgja undirbúning hennar fjölmargar ákvarðanir.
Allt fullgildar ástæður fyrir nýju bloggi, hehe. Mig hefur líka alltaf langað í svona .blogspot.com blogg, hefur alltaf fundist það svo kúl. Svona eins og að drekka kaffi, það hefur mér líka alltaf fundist kúl. En það sem mér finnst ekki kúl er orðið kúl. Það er íslenska og viðurkennt í íslensku orðabókinni, sem og fokk og sjitt. Mér er svo sem nokkuð sama um þetta en til er fullt af íslenskufræðingum sem endalaust kvarta undan málnotkun unglinga en samt viðurkenna þeir þetta með því að lögleiða orðin inn í Íslensku Orðabókina. Hvernig geta þeir svo haldið áfram að kvarta? Hefur oft pirrað mig.
En svo ég tali nú aðeins um Ítalíuförina þá er ég eiginlega komin með fjölskyldur en ég á þó eftir að ákveða hvort ég vilji fara þangað. Hef líkast til aldrei staðið frammi fyrir svona erfiðri ákvörðun. En ætli það tengist ekki allt því að fullorðnast. Djöfulli er ég e-ð formleg. En annars held ég það sé komin tími á að slá botn í þessa fyrstu bloggfærslu þessa ágæta bloggs og ég vona bara að ég nenni að halda þessu áfram.
- Katrín
1. Ég ætla að vera dugleg á morgun og vonandi áfram.
2. Mínu fyrsta ári í menntaskóla (meira að segja Menntaskólanum) er að ljúka og er það mikill áfangi.
3. Það styttist óðum í Ítalíuför mína og fylgja undirbúning hennar fjölmargar ákvarðanir.
Allt fullgildar ástæður fyrir nýju bloggi, hehe. Mig hefur líka alltaf langað í svona .blogspot.com blogg, hefur alltaf fundist það svo kúl. Svona eins og að drekka kaffi, það hefur mér líka alltaf fundist kúl. En það sem mér finnst ekki kúl er orðið kúl. Það er íslenska og viðurkennt í íslensku orðabókinni, sem og fokk og sjitt. Mér er svo sem nokkuð sama um þetta en til er fullt af íslenskufræðingum sem endalaust kvarta undan málnotkun unglinga en samt viðurkenna þeir þetta með því að lögleiða orðin inn í Íslensku Orðabókina. Hvernig geta þeir svo haldið áfram að kvarta? Hefur oft pirrað mig.
En svo ég tali nú aðeins um Ítalíuförina þá er ég eiginlega komin með fjölskyldur en ég á þó eftir að ákveða hvort ég vilji fara þangað. Hef líkast til aldrei staðið frammi fyrir svona erfiðri ákvörðun. En ætli það tengist ekki allt því að fullorðnast. Djöfulli er ég e-ð formleg. En annars held ég það sé komin tími á að slá botn í þessa fyrstu bloggfærslu þessa ágæta bloggs og ég vona bara að ég nenni að halda þessu áfram.
- Katrín
1 Comments:
hææj sæta... flott nýja síðan, vildi bara kvitta hér fyrst það er ekki gestabók;D
en við sjáumst bara,,
Skrifa ummæli
<< Home