12 apríl 2006

The Verve - Bittersweet Symphony

Ég held að páskafríið sé eitt ljúfsárasta fríið því það er eiginlega ekkert frí, bara svona 'undercover' frí. Jú, því á eftir páskafríi koma blessuð prófin, og hvað á maður þá ekki að gera nema læra fyrir prófin? Og mér finnst það nú sjaldnast frí þegar maður þarf að læra fyrir próf. En þó getur maður sofið út í fríinu og borðað yfir sig og gert annað "fríarlegt". Ég hef þó ekki notað þetta blessaða frí sem skyldi enda búin að eyða mestum hluta þess sofandi. Ég hafði líka ekki sofið almennilega í svona þrjá mánuði þannig ég varð að taka svona fyrstu daga frísins til að rétta af þetta svefnleysi. Enda er ég líka komið í fullkomið jafnvægi núna, klukkan orðin sjö, ég er ekkert þreytt og samt hef ég ekki fengið mér neinn síðdegisblund. Frábært.
Fór í ökutíma í morgun. Fyrsti ökutíminn minn. Það var æðislegt. Það er svo ótrúlega gaman að keyra. Mér fannst ég bara standa mig ágætlega, versta var bara hvað maður þurfti að fara hægt, kennarinn þurfti ansi oft að segja mér að slaka aðeins á bensíninu, heh. En ég var samt ekki að keyra neitt hratt, við vorum bara í þrjátíu götum allan tímann. En ég er samt ótrúlega sátt við þennan fyrsta tíma og hlakka óendanlega til hins næsta. Þetta verður frábært. Jeij.
Það er líka eitthvað svo mikið sumarskap komið í mig. Sólin skín og mér er skítsama þó það sé skítkalt úti því ég er bara inni að horfa á gluggaveðrið. Svo var ég líka að skoða myndir frá því í fyrrasumar og allir voða brúnir/rauðir. Bróðir minn, mamma og frændfólk var brúna fólkið en ég og faðir minn vorum rauða fólkið. Helvítis tómatar alltaf. Nei okei, ég er aðeins að ýkja, en rauð vorum við miðað við hina. En ástríðan mín kallar, þ.e.a.s jarðfræði.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hehe sniðugur dagur hjá þér bara keep on learnin' girl og farðu að finna ´þér gaur

12/4/06 22:16  

Skrifa ummæli

<< Home