15 apríl 2006

Jeff Buckley - I Want Someone Badly (With Shudder to Think)

Jæja, það er bara föstudagurinn langi í dag. Hann er reyndar alveg að verða búinn en það er sama.
Annars hefur dagurinn í dag einkennst af skemmtilegasta fagi í heimi, jú, einmitt jarðfræði. Ef jarðfræði er ekki yndisleg þá veit ég ekki hvað. Allavega finnst mér fátt skemmtilegra.
Áðan var ég í matarboði. Þar var fullorðið fólk og lítið fólk. Litla fólkið fékk hamborgara og páskaegg og var í play station, eitthvað leist mér ekki nógu vel á þetta þannig ég var með fullorðna fólkinu í hrognunum, gæsa- og andalifrinni og nautasteikinni, ég var reyndar ekki í kampavíninu, hvítvíninu, rauðvíninu og koníakinu (já það var mikið drukkið) en maður fékk svona sopa og sopa. En djöfulli held ég að fullorðna fólkið hafi verið að fíla að hafa tæplega 17 ára stelpukjána þarna með þeim, hehe.
Ég er annars geðveikt gáfuð núna, sit hérna í mykrinu inni í tölvuherbergi að horfa á The Sixth Sense, sem og blogga, á msn og læra. Alltaf er maður svo fjölhæfur, ha?
En já, gaman að því hvað maður er ógeðslega ekki einhverfur alltaf. En annars fékk ég komment á síðasta bloggi sem hljóðaði á þann veg að ég ætti að fá mér gaur. Já, er það ekki bara málið. Any takers?

p.s. Ég stend í þeirri trú að þetta blogg hafi gefið orðinu kaldhæðni dýpri og breiðari merkingu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home