17 apríl 2006

Pink Floyd - Hey You

Byrjum á fyrsta hluta þessa bloggs. Ég hata að hlaupa. Að fara út að hlaupa er ekki góð skemmtun. Ég fór áðan út að hlaupa og það var bara hundleiðinlegt, ég var farin að gefast upp á þessu bara. En hvað gerir maður ekki til að hreyfa sig. Mér finnst samt að hreyfing eigi að vera skemmtileg. En ég bara gat ekkert annað gert í dag nema hlaupið því ég vaknaði svo seint að það tók því ekki að fara í Baðhúsið. Handboltinn er heldur ekki að gera sig þessa dagana, mér finnst nefnilega gaman í handbolta þannig það væri ráð til að hreyfa sig. Ég bara get ekki hlaupið og ekki verið að gera neitt annað. Ekki einu sinni tónlist hjálpar þar. Í handboltanum er maður að reyna að vinna boltann, reyna að skora og svona, það er gaman en þegar maður er að hlaupa þá er maður bara að hreyfa fæturna. Þessar kvartanir í garð útihlaups gætu einnig einfaldlega verið vegna þess í hversu einstaklega lélegu formi ég er. Einhvers staðar las ég þó að kynlíf væri besta hreyfingin, þá er maður líka að fá meira út úr hreyfingunni en ella. Og er það þá ekki bara málið, fyrir svona manneskju eins og mig sem vantar ókeypis hreyfingu og nennir ekki út að hlaupa? Finna sér einhvern til að "hreyfa" sig með? Jú, veistu, ég held það bara.

En að öðrum hluta þessa bloggs. Ég er búin að vera mjög einhverf í páskafríinu og verið mikið með sjálfri mér og haft mikinn tíma til að hugsa. Hugsa um allskonar hluti. Einnig komst ég í svolitla svona analyseringu á sjálfri mér. Það var ansi fróðlegt. Þeir sem þekkja mig vita að ég er með fullkomnunaráráttu. Ég hef þó tekið eftir því að þessi fullkomnunarárátta er svolítið "karlmannleg". Jú, einmitt vegna þess að hún getur bara einbeitt sér að einum hlut í einu. Ég persónulega er alls ekki þannig, ég verð að vera að gera allt í einu, enda er ég tvíburi í stjörnumerkinu. En þessi fullkomnunarárátta hefur þetta páskafríið snúið sér að glósum. Jarðfræðiglósurnar mínar eru alveg frekar góðar, í bæði útliti og innihaldi. Þetta er vitanlega nokkuð ágætt en stundum vildi ég að fullkomnunaráráttan gæti líka snúist til heilbrigð mataræðis og útlits, hehe. Þetta blessaða páskafrí hefur mér verið svo nákvæmlega sama um þetta tvennt, mataræði og útlit. Ég er búin að vera að meygla heima hjá mér í súkkulaði og ís og alls konar ruslfæði og ég fór á náttbuxunum á Subway. (Þetta voru samt mjög flottar náttbuxur.) En annars finnst mér lítið að því að ég sé með fullkomnunaráráttu sem snýst að náminu. Samt ekki beint að náminu í heildina litið því þá mundi ég nenna að læra alltaf heima og þá væri ég löngubúin að kaupa sögubókina, sem virðist ekki vera til neins staðar, sem ég á að vera löngubúin að kaupa.

Og að þriðja hluta þessa bloggs. Mig langar að byrja aftur að æfa á píanó. Tímasetning eða hvað? "Tímabilinu" alveg að ljúka og ég að fara til Ítalíu eftir fimm mánuði. En mig langar það samt svo. Ég er búin að spila á píanóið í svona þrjá tíma í dag og álíka marga í gær. Ég er meira að segja að reyna að kenna mér þrjú ný lög. Öll eftir Chopin en mér finnst hann líka fallegastur. En hann er svolítið mkið fyrir bassa sem er ekki gerður fyrir fingrastutt fólk en mér er alveg sama, hann samdi svo flott lög. En ég er svo úr æfingu, hef ekki spilað á píanóið í svona ár og ekki æft síðan í níunda bekk. En jájá, það verður kannski hægt þegar ég kem heim frá Ítalíunni. En mig langar líka að kunn á gítar. Æjj, mig langar of mikið. Það er nefnilega andskoti mikið vandamál að hafa of mikla möguleika. Lífið eins og það er í dag býður upp á allt. Þess vegna langar mig svona mikið. En já, ég nenni ekki að skrifa meira í bili.

3 Comments:

Blogger Kristján Hrannar said...

Chopin er yndislegur.

18/4/06 01:25  
Blogger Ludsen Jones said...

hæb þetta er misskunsami samverjinn hvað varð um jákvæðnina sem þú hefur verið að deygja úr í páskafríinu, sorrý en sumt fólk hefur litla putta það getur ekki gert að því

19/4/06 00:20  
Blogger Brynhildr... said...

ég er einmitt svo hryllilega sammála þér með að vilja gera svo margt. Það er næstum því ógerlegt en ekkert stöðvar þrautseigjuna í hugrökkum ungum viljasterkum einstaklingum!;)(smá væmni)

20/4/06 15:15  

Skrifa ummæli

<< Home