21 apríl 2006

David Bowie - Life on Mars

Ég held að ég sé einhverfasta manneskjan í húsinu mínu akkúrat núna. Sit ein niðri í stofu að blogga, lesa Bítlatexta og horfa á History of Violence. Uppi er í gangi afmæli, 12 ungir herramenn fimmtán ára að aldri að halda upp á afmæli litla bróður míns. Mér finnst þetta svo sem ágætt, ég fæ pizzu og góðan mat. En ég var að hugsa með þessa drengi þegar þeir hlupu upp úr sjónvarpsherberginu gríðarlega spenntir þegar kallað var í þá vegna köku. Verða strákar ekki alltaf strákar? Ég man eftir þessu úr Friends þegar Ross mátaði svartan leðurjakka og aftan á stóð með glæsilegum glimmerstöfum: "Boys will be boys." Ég held bara að þetta sé satt. Ég man eftir þessum drengjum þegar þeir voru tíu ára, sömu drengirnir, og þeir höguðu sér alveg eins. Alveg ótrúlega æstir þegar kakan er borin á borð. Einnig er gríðarlegur æsingur yfir spólum og nammi. Karlmönnum finnst líka alltaf græjum og soleiðis hlutum, bílum og svona. En það er svo sem bara gaman að þessu. Maður á að halda í barnið innra með sér, hehe. Mér finnst allavega gaman að haga mér mjög barnalega inn á milli.

Stundum, þegar ég er einhverf, þá tek ég svona próf á netinu. Og það kemur alltaf e-ð gott úr þessum svokölluðu prófum eða “testum”. Reyndar um daginn var ég að taka einhver Bítlatest og þar kom í ljós að ég væri Ringo Starr. Einhvern veginn tók ég þessu ekki alveg nógu vel þar sem hann var ekki beint fríðasta manneskja í heimi, ekki eins og ég sé það e-ð heldur, hehe. En hann var drullugóður trommari, maður kemst að því ef maður hlustar á hann og hlustar á fólk sem veit e-ð um trommur :P. Eitt sem hressti mig við og lét mig ekki taka mark á þessu testi (ekki að ég taki yfirleitt mark á svona testum) var að ég er gjörsamlega taktlaus, það er ekki fyndið hvað ég er léleg í takti, sem er ein ástæða fyrir því hvað ég er léleg að kenna sjálfri mér að spila á píanó. En hann er svona svolítið sloppy, en hann er það líka á réttum stöðum. Hann væri góður að spila Tunglskinssónötuna (þekki manneskju sem gerði fjórar villur í þessu orði) því hún á að vera svona sloppy, eða ekki sloppy heldur á takturinn að vera svona æjj, ég kann ekkert að útskýra það, en það er það sem gerir lagið flott. Ég tala svolítið mikið um píanó þessa dagana en það er bara því píanó er snilld.

Skólinn byrjaður aftur og sumarið komið. Ég fann allavega fyrir þvi að íslenska sumarið var komið þegar sumardagurinn byrjaði á frosti um nóttina, um daginn var svo einhver sól og um kvöldið lét rigningin sjá sig og ég fagnaði með að fara út að borða á Kínahofinu, sem var reyndar mjög gott. En já, til hamingju með íslenska sumarið :).

3 Comments:

Blogger Ludsen Jones said...

það kemur fyrir besta fólk að gera 4 villur í einu orði og sá sem gerði 4 villur ætti bara að vera stoltur af því það er ekki á hverjum degi að fólk tekst að skrifa 4 villur í einu orði

22/4/06 16:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Thank you for shаring youг infο. I
really аppreсіate your effoгts and
I wіll be waiting fоr yоur furtheг ωritе ups thank you οnce again.



Feel free to ѵisіt my web-site :: dallas seo company

2/4/13 18:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Thanκ yοu for thе аuspicious writeuр.
It if tгuth be told was a leisure аccount it.

Look advanсed to more introduced agreeable from
you! Βу the waу, how сould we cоmmunіcatе?


Feеl free to visіt my page: http://www.realestateva.org

28/5/13 12:32  

Skrifa ummæli

<< Home