22 apríl 2006

Trabant - Maria

Í dag var ég dugleg.

Á morgun fæ ég harðsperrur.

Í gær hlustaði ég á tvöfaldan disk með Monty Python sem er svo gamall að hann kostaði aðeins 249 kr. En hann var samt snilld og sérstaklega 'Election Special' og 'Novel Writing (Live From Wessex)'. Ég þyrfti að sjá þetta á spólu. Ef þetta var fyndið á geisladisk er þetta örugglega þrisvar sinnum fyndnara þegar maður sér þetta.

Ég hef komist að því að það verður allt of mikið að gera eftir prófin. Ég ætlaði að halda stórt og mikið afmæli auk tveggja vinkvenna minna og bjóða fullt af fólki og hafa mikið gaman. Svo stefnir á að verði líka tebó, annað afmælispartý, einhver 3.bekkjar gjörningur, mögulega kórpartý, annað afmælispartý og já, held þetta sé komið. Þetta er bara of mikið. Ég er reyndar alveg að nenna þessu, en ég vil bara ekki að e-ð af þessu stangist á við afmælið mitt, þ.e. afmælisveisluna mína sem ég vona innilega að verði e-ð úr. En jájá, þetta á allt saman eftir að koma í ljós.

Það er erfitt að fá vinnu þegar maður er að verða sautján ára. Ég er búin að sækja um á þokkalega mörgum stöðum og hef ekert heyrt enn, ég er heldur ekkert mjög bjartsýn á að fá vinnu. Það yrði líka innilega dæmigert ef ég fengi ekki vinnu. Einmitt þegar mig sárvantar pjéning. Ég þarf líka að sjá e-ð fyrir mér sjálf úti á Ítalíu og hvernig á ég að geta gert það ef ég verð blönk. Mér líst bara ekkert á þetta. Ef einhver er að leita að duglegum vinnukrafti og borgar ágætlega má sá hinn sami endilega láta mig vita, ég er mjög fjölhæf. (Vinsamlegast túlkið þetta ekki vitlaust.)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ef þú ert a leita að einhverju "sérstöku" þá hef ég réttu samböndin;P

23/4/06 14:03  
Blogger Ludsen Jones said...

ef þú sóttir um í bæjarvinnunni þá færðu starf þannig að þú verður með starf bara ekki vel borgað

23/4/06 15:14  
Blogger glamurgella.blogspot.com said...

Neii, það fá ekki allir í bæjarvinnunni..bæjarvinnan er nefnilega ekki eins og unglingavinnan.

En eins gott að ég fái boð í svaka afmælispartí sko ;)

27/4/06 17:21  
Blogger Brynhildr... said...

wow hver er Brynhildur ?? Ég hélt að ég hefði sagt þetta hahaha =D

27/4/06 17:23  

Skrifa ummæli

<< Home