23 nóvember 2006

Tiziano Ferro - Non me lo so spiegare

Hæjj! :D
Heyrðu, bara tvö blogg með stuttu millibili, ég er duglegasti skiptineminn sem ég þekki, hahah. :D
En já, ástæðan fyrir þessu bloggi er að einhver í húsinu/byggingunni minni á internet sem svona dettur inn og út og ég bara stelst á það þegar það er á. Því miður er það samt oftast á þegar ég er í skólanum og dagurinn í dag er "frábær" undantekning. Ástæðan fyrir gæsalöppunum er að ég ætti í rauninni að vera að læra fyrir eðlisfræðipróf því ég er svo að fara í bíó á eftir og er ekki byrjuð að læra. Ég er samt að spá í að taka íslensku methóðuna á þetta og læra í ensku og heimpseki á morgun. Nýta tækifærið þegar internetið er hérna. Er annars að fara að sjá My Super Ex-Girlfriend á ítölsku, auðvitað, og það verður spennandi að sjá hversu mikið ég mun skilja. Ítalskan gengur svona frekar hægt núna, þetta fer allt saman svona upp og niður, en markmiðið er að vera nokkurn veginn altalandi (hafa þettaa svona eins og sænskuna) um áramótin. Er það ekki gott díl?
Ég fór annars út með dópistanum í bekknum mínum, honum Daniele, á laugardeginum. Það var geggjað gaman, hitti næstum alla strákana í bekknum í Bari vecchia og var bara hangandi með þeim fyrst og svo Daniele og vini hans, Davide. Það var skondið, allt nýja fólkið sem ég hitti og heilsaði hétu sama nafninu. Ok, ég er að ýkja frekar mikið en ég hitti örugglega svona fjórar Francescur og sex Davide, hehe. Svo þurfti ég að fara snemma heim því mér var boðið í mat daginn eftir þannig ég gat ekki farið með á diskótekið :/. En það er bara þarnæsti laugardagur, hehe. Þessi laugardagur er helvíti uppbókaður en ég þarf að ná í dvalarleyfið mitt, svo er mér boðið í mat, svo spurði Daniele hvort ég vildi fara með honum á leik í San Nicola stadium-inu (langar ekkert smááááá að fara) og svo er ég að fara í afmæli, ég er bara svo hrædd um að ég hafi ekki tíma fyrir allt, og langar innilega að fara í allt, hehe.
Það eru annars þrír hlutir sem tengjast mér sem fólk verður alltaf jafn hissa á að heyra. Þegar ég segist búa í Madonella hverfinu verður það mjög sjokkerað því það er víst over-populated morðhverfi. Ég hef samt bara frétt af einu morði, það reyndar gerðist á bar sem er svona mínútu frá minni íbúð, en ég hef samt séð svona fjórar eða fimm jarðafarir síðan ég kom (eða tekið eftir fyrir utan kirkjuna sem er svona 30 sekúndum frá íbúðinni minni) og mér finnst ágætt að hafa þokkalegan slatta af fólki, hef ekkert tekið eftir að það sé neitt of mikið. Svo verður fólk líka voða hissa þegar ég segist vera í Marconi (skólinn minn) en það á víst að vera strákaskóli, sem er reyndar alveg satt. Hlutfallið í bekknum mínum er 7 stelpur á móti 22 strákum og ég var inni í e-m bekk um daginn þar sem voru svona 25 strákar og ekki ein einasta stelpa, það var mjög skemmtilegt....En já, svo þriðji hluturinn sem sjokkerað fólk er þegar ég segist ekki eiga kærasta, það er víst bara 'scandaloso!' og er tekið eins og maður hafi framið e-n glæp eða e-ð. En þetta er náttúrulega bara menningin hérna, það eiga allir kærustur/kærasta. Allar stlepurnar í bekknum mínum eiga kærasta utom en.
En já, þarf að þjóta...
Ciao! ;)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tad er gaman ad heyra ad tu ert ad skemmta ter a italiu og tu sert ekki genginn i mafiuna en ja tad er ekki margt sem eg vill segja tad eina sem eg undra mig a hvernig tu hondlar kirkjuklukkuna a sunnudogum og ja tu aettir ad taka mig til fyrirmyndar i drykkju edru i 3 og halfan manud geri adrir betur. Kvedja Hjalti

25/11/06 22:36  
Anonymous Nafnlaus said...

katrín mín ertu laerandi í skólanum??!!??.. ussuss ég er ekki búin ad taka upp einustu bók sídan ég kom hingad og ég sef í skólanum svo ad ég er í gódum gír sko :P
-sunnaL

28/11/06 19:44  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæj mús!,, ég elska þig!:*:*

1/12/06 23:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá, ítölskuslettur og allt;) En ég var bara að pæla af hverju þú ert alltaf lesin upp í pófunum (meirisegja dönsku) hjá okkur...Kennarinn er alltaf jafnhissa á að þú sért ekki mætt, bara: ,,Er Katrín ekki mætt? Engin Katrín? Hefur hún ekkert verið?" Ætlaru kannski að koma svona surprise í síðasta prófið eðaa...
Annars allaf gaman að heyra fréttir frá þér, bloggaðu oftar:):) lovjú

7/12/06 17:27  

Skrifa ummæli

<< Home