29 júlí 2006

Rachel Yamagata - Worn Me Down

Rachael Yamagata - Worn Me Down
Sjúkrasaga mín hefur lengst til muna síðustu vikur. Ég hef farið í tvö "sýna"-próf og fengið neikvæða niðurstöðu í einu (neikvætt er gott, maður vill fá neikvætt) er ekki búin að fá úr hinu, svo fór ég í röntgenmyndatöku, ég var heilbrigð á henni einnig. Berkla- og lungnasérfræðingur hlustaði á lungun mín sem voru hrein og fín (átti ekki að ríma) og ég hef verið að taka allt of mikið af lyfjum, Nezeril, Augmentin, Amoksiklav, Clarinase, Panocod, Voltaren Rapid og Zink-dropa svo e-ð sé nefnt. Já, þetta er búið að vera alveg hræðileg vika.

En ég hef einnig komist að ýmsu þessa viku. T.d. er Sean Connery tvímælalaust besti James Bond-inn. Ég er hætt að geta kraftaverkalagað mig. Rebound-gaurar eru æðislegir, stundum of æðislegir. Að þurfa að horfa á þrjá karlkyns lækna (einn þeirra ungur og ekkert ómyndarlegur) skoða röntgenmynd af bringunni á manni (lungunum) getur verið frekar vandræðalegt. Að vera veikur er ekkert sérstaklega skemmtilegt. Skór og Subway er allt sem þarf til að gleðja mig. Regndropaprelúdían er enn fallegasta lag í heimi. Soltaire er snilldar tímaeyðsla sem og batteríeyðsla. Þynnka og veikindi eru a truly beatable combination. Ég er léleg að blogga.

41 dagur í Ítalíu :P

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég hélt að þyrfti nú eithvað meira til að gleðja þig en skó og subway

29/7/06 21:29  
Blogger Katrín said...

hehe, svona lífsýna próf sem farið er með í sýklaræktun, mjög girnilegt..

1/8/06 15:09  

Skrifa ummæli

<< Home