19 júlí 2006

Sigur Rós - Viðrar vel til loftárása

Varúð: Þetta verður leiðinlegt staðreyndablogg.

Ég er fárveik. Sit hérna í vinnunni að deyja með hita upp á 38°C, kvef, beinverki og hósta. Hljómar eins og inflúensa. Jább.

Það eru 37 mínútur eftir af vinnutíma mínum og að honum loknum mun ég kaupa mér e-ð sem inniheldur súkkulaði.

Lag dagsins er namminammi gott.

Í vinnunni geri ég oft eftirfarandi: Les blogg, skrifa blogg, ydda blýanta, drekk te og vatn í boði Sjálfstæðisflokksins (veit ekki hvort það er með stóru eða litlu, skýt á stórt þó mér þyki nú ekki mikið til sjálfstæðisflokksins koma (sorrý Karen;)) en hvað veit ég, hef svo sem ekki myndað mér almennilega skoðun á því, þannig þeir fá að hafa stóran staf þangað til ég hef aflað mér nægra upplýsinga), krota og þá helst þrívíða ferhyrninga og davíðsstjörnur (mjög gaman). Einnig kemur fyrir að ég svari símanum, skrái niður beiðnir og stelist í snake II.

Í sannleika sagt hef ég ekkert að blogga um. Ég er svo veik að ég get ekki hugsað. Æjj, ég set bara inn e-ð svona núverandi hérna í staðinn.

Núverandi dagsetning: 19. júlí 2006

Núverandi föt: Nærbuxur, brjóstahaldari, bolur, buxur, bolur og peysa

Núverandi skap: Tja, svona, ekkert allt of hress, helst vegna veikinda

Núverandi pirringur: Að geta ekki vaknað á morgnanna / Að þurfa að vakna á
morgnanna og veikindi

Núverandi lykt: Sápulykt

Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: Vinna

Núverandi skartgripir: Eitt hálsmen og tvö armbönd

Núverandi bók: Arvet efter Arn eftir Jan Guillou

Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Sofa og borða, kannski horfa á Rock Star og mögulega Americas Next Top Model

Núverandi áhyggja: Við skulum ekkert fara út í það hér

Núverandi tilhlökkun: Ítalía

Núverandi uppáhaldsleikari: Æjj, ég veit ekki

Núverandi löngun: Rúmið mitt, dúnsokkar og silkináttföt og Fabio Cannavaro

Núverandi tónlist: Engin, því miður

Núverandi farði: Nada (svaf yfir mig í morgun)

Núverandi eftirsjá: Bjór

Núverandi desktop pic: Græn engi og hólar

Núverandi blótyrði: Djöfullinn

Núverandi skemmtun: Þetta

Núverandi mistök : Tja, engin akkúrat núna en þau nýlegustu eru bjór

Núverandi ást: Súkkulaði, það sökkar

Núverandi manneskja sem ég forðast: Haha, skulum ekkert fara út í það

Núverandi hlutir á veggnum: Þrjár myndir og ljós og spegill og
reykskynjari og innstungur og slökkvitæki

Núverandi uppáhalds bók: Vägen till Jerusalem, Tempelriddaren, Riket vid Vägens Slut og Pride & Prejudice

Núverandi uppáhalds þáttur: Desperate Housewives

Núverandi uppáhaldsmynd: Pretty Woman, haha

Núverandi söfnun: Spik

Hey, viti menn, hringingar, föx og aðrar tafir gerðu það að verkum að nú eru aðeins nítján mínútur eftir af vinnutímanum. Jeij.

Brandari dagsins:
Viðskiptaafskiptasamir menn eru að tala saman á viðskiptalegan máta og þurfa að koma e-m upplýsingum til skila. Taka má fram að annar þeirra er enskur en hinn íslenskur og því verður brandarinn sagður á ensku. Einnig má taka fram að brandarinn er í raun ekkert fyndinn en mig langar samt að segja hann.
Enski maðurinn spyr: 'Do you have a fax?'
Íslenski maðurinn svarar: 'No, but my horse does.'

Tíhí.

'Aaaatsjú'

Já, ég þarf að fara að koma mér heim í bólið að sofa af mér þessa veiki mína.

Kraftaverkalögun Katrínar þegar kemur að flensu: Drekka a.m.k. þrjá lítra af vatni. Drekka sítrónuvatn með örlítið af hunangi. Koníaksdropi skemmir ekki fyrir ef manni finnst slíkt gott, er mjög gott fyrir hálsinn, púrtvín virkar líka. Svo á maður að klæða sig í mörg föt og helst bara sofa í þeim öllum og sofa lengi. Og viti menn, næsta dag er maður alveg lagaður. Planið að gera þetta í kvöld og sjá hvort þetta virki? Jább, held það barasta.

p.s. Ég veit ég er með aulahúmor, þarf ekkert að vera að segja mér það.

p.s.2. (playstation 2) aðeins tólf mínútur eftir af vinnunni. Víví.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég varð strax spenntur að lesa þetta blogg eftir að hafa lesið
Varúð: Þetta verður leiðinlegt staðreyndablogg.
það sem eftir var þetta ekkert gífurlega spennandi þangað til að þú breyttir ps í ps2 frumlegur brandari sem ég hélt að ég einn kunni kv. Snjalli mongólitinn

20/7/06 19:08  

Skrifa ummæli

<< Home