Elliott Smith - Junk Bond Trader
Ýmislegt gerðist í dag. Ég var rekin út úr tíma í fyrsta skipti á ævinni, fór í ökutíma og uppgötvaði að ég verð bara verri og verri með hverjum tímanum, það rann upp fyrir mér hversu innilega mikið er að læra fyrir íslenskuprófið (hef aldrei lært fyrir íslenskupróf, vissi ekki að maður ætti að gera það), ég fattaði líka hvað ég get verið góð, hehe, fór og keypti súkkulaði möffins(formköku) og Sviss Mokka handa vinkonu minni :). Það er gaman að vera góður, ég meira að segja keypti Cappuccino handa móður minni.
Annars hefur það komið í ljós að ekkert verði af afmælinu mínu. Mér finnst það mjög leiðinlegt. En ég verð þá bara að halda e-ð lítið teiti heima hjá mér. Kannski bara Eurovision-partý eða e-ð. En það mun allt koma í ljós eftir þessi blessuðu próf sem munu brátt byrja.
Annars hefði ég ekki viljað hafa þessa bloggfærslu mikið lengri þar sem ég hef ekkert annað að segja en ég ætla að slá botn í hana með eitt stykki brandara í ljósi þess hversu fyndin ég er. Þennan brandara sagði hann faðir minn mér þegar við áttum eitt af okkar "víðfrægu" spjöllum um þrjúleitið e-a nóttina og mér finnst hann fyndinn, ef e-r fattar hann ekki þá er það ekki mitt mál, hehe. Annars snýst þetta um þjóðir sem áttu að skrifa um fílinn, þ.e. dýrið.
Þjóðverjinn skrifaði: Eine kurze Eingleidung zum Studium des Lebens des Elefantes.
Englendingurinn skrifaði: Hunting the Elephant and how I shot my first one.
Daninn skrifaði: Elefanten på hundrede måder til frokost.
Frakkinn skrifaði: L'elefant et son amour.
Ítalinn skrifaði: Elefante nella politica.
Íslendingurinn skrifaði: Hvordan man drikker en Elefant (lesið með mjög íslenskum hreim.)
Ameríkaninn skrifaði: How to make the elefant bigger and better.
Svíinn skrifaði: Elefantens sociala problem.
Norðmaðurinn skrifaði: Norge og vi Normenn.
p.s. ábyrgist engar málfræði og/eða stafsetningavillur..
Annars hefur það komið í ljós að ekkert verði af afmælinu mínu. Mér finnst það mjög leiðinlegt. En ég verð þá bara að halda e-ð lítið teiti heima hjá mér. Kannski bara Eurovision-partý eða e-ð. En það mun allt koma í ljós eftir þessi blessuðu próf sem munu brátt byrja.
Annars hefði ég ekki viljað hafa þessa bloggfærslu mikið lengri þar sem ég hef ekkert annað að segja en ég ætla að slá botn í hana með eitt stykki brandara í ljósi þess hversu fyndin ég er. Þennan brandara sagði hann faðir minn mér þegar við áttum eitt af okkar "víðfrægu" spjöllum um þrjúleitið e-a nóttina og mér finnst hann fyndinn, ef e-r fattar hann ekki þá er það ekki mitt mál, hehe. Annars snýst þetta um þjóðir sem áttu að skrifa um fílinn, þ.e. dýrið.
Þjóðverjinn skrifaði: Eine kurze Eingleidung zum Studium des Lebens des Elefantes.
Englendingurinn skrifaði: Hunting the Elephant and how I shot my first one.
Daninn skrifaði: Elefanten på hundrede måder til frokost.
Frakkinn skrifaði: L'elefant et son amour.
Ítalinn skrifaði: Elefante nella politica.
Íslendingurinn skrifaði: Hvordan man drikker en Elefant (lesið með mjög íslenskum hreim.)
Ameríkaninn skrifaði: How to make the elefant bigger and better.
Svíinn skrifaði: Elefantens sociala problem.
Norðmaðurinn skrifaði: Norge og vi Normenn.
p.s. ábyrgist engar málfræði og/eða stafsetningavillur..
5 Comments:
til hamingju með fyrsta skiptið þitt, ég held að mitt hafi verið í öðrum bekk:D en einhvern tíman verður allt fyrst(að vera rekin út úr tíma)
awww..litla krúsan mín..takk æðislega þetta bjargaði deginum! :);Þ
hehe;P
Nei veistu, ég skil ekki þennan brandara... :P
hehhe þetta er snilldar brandari þegar maður pælir aðeins í honum
Skrifa ummæli
<< Home