10 maí 2006

Benny Benassi - Satisfaction

Jess, ég er búin að lesa þetta fokking helvíti. Jább, jarðfræðiprófið er á morgun og ég er búin að lesa. Ég man ekki neitt úr þessu, ja, nema auðvitað hluti sem við þurfum svo pottþétt ekki að kunna, t.d. að ís þenst út um 9% milli -5 og -22°. En svona er ég víst, useless information höfðar gríðarlega til mín. Eins og í söguprófinu um daginn, sem gekk samt ansi vel held ég, þá vissi ég svona latnesku heitin á embættunum og tungumálatengsl e-r, e-ð sem maður þarf ekki að kunna en mér bara finnst það áhugavert. Annars er klukkan að ganga fimm og ég er bara hress, búin að drekka tvo bláa magic-a, einn svartan, e-r drykk sem heitir Cult sem inniheldur guarama en koffeinið í guarama er sjö sinnum meira en í kaffibaun, merkilegt, og já, svo er ég víst líka búin að drekka tvö stykki sviss mokka og einn cappucino, gaman að þessu. Sólin er líka komin upp og Fréttablaðið kom áðan, fannst það skondið, ég varð reyndar skíthrædd þegar ég heyrði í póstlúgunni því þegar það kom, uppúr þrjú, þá var dimmt, eða svona frekar dimmt og ég sat ein, sit reyndar enn, ein inni í tölvuherbergi að reyna að læra og já, brá svona frekar, en aldrei hef ég vitað til þess að fólk sé að bera út dagblöð alveg svona snemma. Svo er ég búin að vera að gera svona voða uncharacteristic hluti síðustu daga, t.d. að fórna svefn fyrir jarðfræði, (jarðfræði?! Hver gerir svoleiðis?, þetta er ómerkilegasta og leiðinlegasta fag í heimi, og ég segi þetta bara því ég kann ekkert í því..), ég hef ekki verið í brjóstarhaldara í svona þrjá daga, ég er búin að vera að hlusta á techno í allan dag, ég borðaði egg og drakk trönuberjasafa um daginn, (ég hvorki borða egg (þ.e. soðin) né drekk trönuberjasafa), fór í sund og synti, hefur verið að dreyma vægast sagt skrítna drauma síðustu vikur og alltaf munað þá alla og svo er ég orðin andskoti óákveðin, ég veit t.d. ekkert hvað ég á að gera við hárið á mér og já, ég veit eiginlega ekki neitt þessa dagana. Tvíburaeinkennið að segja til sín? Í dag fór ég í sólbað, því það var sól, og ég fékk lit, víví, gaman, gaman. Hann fer á morgun, pottþétt. Húðin mín er líka í rústi, það finnst mér einkar leiðinlegt. Í dag fattaði ég, mér til mikillar gleði (danke, das freut mich), hvað þýðir í rauninni að vera skælbrosandi en það tengist einmitt einni skemmtilegri vísu sem inniheldur grámyglur tvær. Gaman að því. En svo ég tali nú aðeins um þetta techno sem ég er byrjuð að hlusta á þá finnst mér bara andskoti þægilegt að hlusta á techno þegar ég er að læra, hlustaði alltaf á klassíska tónlist sem er líka þægilegt en mér finnst techno sneðugra svona á næturna, jább. Annars held ég að það sé komið mál á mig að fara að sofa þó það muni nú örugglega taka drjúga stund eftir allt þetta koffein og þetta blogg er heldur ekkert voðalega marktækt vegna þess að klukkan er ja, að verða fimm og ég er með frekar mikið koffein í blóðinu og ég er búin að vera vakandi í svona 20 tíma sem er kannski ekkert svo mikið en miklu meira en ég er vön, er svoddan svefnpurka. En ég þarf líka að vakna snemma á morgun svo ég nái nú að læra e-ð meira fyrir þetta blessaða próf sem er eftir u.þ.b. átta tíma og tuttugu mínútur.
Ó guð.

3 Comments:

Blogger Ludsen Jones said...

ótrúlegt blogg sameinar tvennt sem gerir gott blogg enginn svefn og of mikil koffein neysla

10/5/06 20:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Heheh það er ótrúlegt hvað maður getur gert með koffein við hönd! ;) Góða nótt, ha?...:P

11/5/06 12:48  
Blogger Brynhildr... said...

já það sést bara á blogginu að þú varst algjörlega Hyper þessa nótt, am I right!?
En langar að nefna það að á meðan þetta blogg varð til var ég úti á túni að taka myndir af Esjunni í morgunbirtunni sem var alveg stórkostleg, ef ekki hefði verið þetta mistur.
Gaman að segja frá því líka að það lengsta sem ég hef vakið eru einir 34 tímar og lengsti svefninn minn er 27 tímar. Toppi einhver það ;)

12/5/06 21:12  

Skrifa ummæli

<< Home