06 maí 2006

Sheena Easton - Morning Train (Nine to Five)

Stofan mín er frábær

Flygillinn minn er yndislegur

Saga er geðveikt skemmtileg

Bubbi er kúl

Hommablöð eru fyndin (ekki spurja)

Fiðrildi í maganum eru dásamleg

Jarðaber eru himnesk

Franskar súkkulaðikökur eru unaðslegar

Mjólk er góð

Maí er undursamlegur

Tónlist er dýrðleg

Erfiðustu prófin eru búin og skemmtilegu prófin eru eftir (utan jarðfræðinnar auðvitað)

Veðrið er gott

Ég stend í þeirri trú að langþráða sumarið sé komið

Ég vil trampólínið mitt út

Jákvæðni er málið

Það er svo auðvelt að koma mér í gott skap

Í dag er gaman að vera til

Njótið helgarinnar :)

4 Comments:

Blogger Ludsen Jones said...

þetta er óstjórnlega skemmtilegt blogg og kemur mann í gott skap það minnir mann á að einhver þarna úti er að reyna að sjá bjartar hliðar á lífinu.mjólk er góð fyrir káta krakka.....

6/5/06 23:31  
Blogger Brynhildr... said...

Heyh ég er sammála þér. Um að gera að skilja eftir svona jákvæðni fyrir helgina. Auðveldar manni hana örugglega mikið ;)
Ég skal koma og hoppa á trampólíninu þínu!

7/5/06 01:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Æji ég elska veðrið líka, það er einhvern veginn svo miklu skemmtilegra að vera í prófum í góðu veðri..Mig langar líka í trampólínið þitt út!! ;)

7/5/06 13:46  
Blogger Brynhildr... said...

haha ég fór út í sólbað lk. 11 og er orðin rauð strax! Samt setti ég á mig sólarvörn 15.
Hversu slappur er maður ?;)

7/5/06 14:43  

Skrifa ummæli

<< Home