Shakira - Tu
Dagurinn í dag hefur verið frekar ömurlegur enda tileinkaður áti, kaffidrykkju(já, ég held barasta að ég sé byrjuð að drekka kaffi..), að taka til og stærðfræði. Jújú, það er svo sem fínt að borða en það er slæmt þegar maður er farinn að fitna svona mikið eins og ég er farin að gera en að taka til og að reyna að læra 30 fokking sannanir og 16 fokking skilgreiningar er ekki gaman, vægast sagt. Og já, mér líkar ekki við stærðfræði og langar mikið, mikið á málabraut. Hafði ekkert að gera áðan (nennti ekki að læra stærðfræðina þ.e.) og fór að kíkja á stúdentspróf málabrautar í ensku og mér fannst nú bara andskoti gaman að skoða það. Þar voru þýðingar úr Shakespeare og það er e-ð sem mig langar að gera, líka að fá að þýða almennilega. Það er bara hlægilegt sem við erum að þýða núna í enskunni enda hefur beinþýdd enska úr íslensku aldrei verið falleg (að taka einhvern í bakaríið - to take someone in the bakery). Og við verðum að beinþýða sem er leiðinlegt! Mér finnst ekkert gaman að skrifa ljóta ensku, mér finnst nefnilega svo andskoti gaman að skrifa ensku og læra ensku. Um daginn var ég jafnvel farin að hugsa að verða prófessor í ensku en þá þarf maður víst að kenna ensku og að kenna er e-ð sem ég hef vægast sagt mjög lítinn áhuga á og enn minni þolinmæði í. En mér finnst bara svo gaman að læra, ákveðna hluti, ekki alla, ekki stærðfræði t.d. Mér fannst stærðfræðin í fyrra skemmtileg, þar var flatarmál og ég skildi það, ég skemmti mér meira að segja í prófinu sjálfu, en reyndar finnst mér gaman í flestum prófum (að undanskildri jarðfræði auðvitað), en þessi stærðfræði núna er bara e-ð kjaftæði sem ég skil ekki baun í bala í. Algebra, það er bara kjaftæði. Reyndar er það örugglega eitt af því rökréttasta sem til er en ég nota bara vinstra heilahvelið mitt meira þegar kemur að lærdómi (held það sé vinstra sem er svona "listrænna", minnir að ég hafi lesið það einhvers staðar, en er þó alls ekki viss.) En svo er ég ekkert listræn fyrir utan það, hehe, nota hægra heilhvelið í allt annað, sem er bæði slæmt og ekki. Betra að vera ekki rökréttur þegar kemur að tungumálum, en ég er hvort eð er ekkert að fara að læra nein það mörg tungumál að er virðist. Finnst ég aldrei hafa tíma í það. Stundum hugsa ég að taka mér tvö ár eftir menntaskóla og fara að safna tungumálum, þá verð ég væntanlega og vonandi talandi fimm tungumál, þar af fjögur reiprennandi, og spurning hvort maður sé þá ekki ansi hæfur til að vera fljótur að pikka upp önnur skyld tungumál. Fara til fjögurra landa og læra tungumálið. Allavega e-s staðar þar sem spænska er mál, langar voðalega til Suður-Ameríku, er líka með hálfgert æði fyrir spænsku þessa dagana, enda búin að vera að hlusta á spænsku lögin hennar Shakiru og ég verð að segja að ég fíla hana bara frekar vel, hún hefur það líka andskoti gott sú manneskja, með 150 í greindavísitölu, talandi fjögur tungumál, semur og framleiðir (?) allt sitt efni sjálf, trúlofuð forsetasyni Argentínu og svo syngur hún líka bara helvíti vel. En já, fleiri lönd sem mig langar til, mig langar að læra hollensku, það er kúl mál. Dönsku langar mig líka að læra, hún er svo lýrisk, bara fallegt mál, held samt að voða fáir séu sammála mér í þessu en ef maður hefur lesið/heyrt texta eftir Benny Andersen þá kannski skilur maður þetta. Já, þá er ég komið með þrjú og vantar eitt í viðbót ef ég ætla að vera sex mánuði í hverju landi og þá fer ég auðvitað til Frakklands, ekki spurning. Svo kem ég heim og á engan pening og byrja kannski með námið, hehe. Svo fer ég örugglega að stofna til fjölskyldu svona um fertugt og jájá, þetta verður skemmtilegt líf maður. Æjj, þetta á örugglega ekkert eftir að rætast, mig langar reyndar ekkert að stofna fjölskyldu um fertugt en ætli það verði ekki svoleiðis ef ég ætla að læra svona mikið og ferðast svona mikið. En já, það er ágætt að eiga sér drauma. Annars er ég búin að eyða of miklum tíma og of mikilli orku í þessa bloggfærslu. Ætla að fara að læra þessar blessuðu reglur og sannanir og skilgreiningar næstu tvo tíma, svo ætla ég að liggja í sjóðheitu froðubaði í svona tvo tíma áður en ég fer bara að sofa, hehe.
Vá, hvað þetta blogg var mikið í belg og biðu, en ég er bara að hugsa um svo mikið þessa dagana, eiginlega of mikið. Mikið í gangi hjá mér e-n veginn, það samt tengist í rauninni engu af því sem ég var að skrifa, ætla heldur ekkert að vera að skrifa það hér, en þurfti bara að fá að bulla smá svona til að tæma hugann fyrir stærðfræðina..
Vá, hvað þetta blogg var mikið í belg og biðu, en ég er bara að hugsa um svo mikið þessa dagana, eiginlega of mikið. Mikið í gangi hjá mér e-n veginn, það samt tengist í rauninni engu af því sem ég var að skrifa, ætla heldur ekkert að vera að skrifa það hér, en þurfti bara að fá að bulla smá svona til að tæma hugann fyrir stærðfræðina..
5 Comments:
"Dönsku langar mig líka að læra, hún er svo lýrisk, bara fallegt mál", þú hefur greynilega aldrei verið í dönsku tíma
Einhvern veginn bjóst ég við e-u svona kommenti frá þér :)
To-morrow, and to-morrow, and to-morrow,
Creeps in this petty pace from day to day,
To the last syllable of recorded time;
And all our yesterdays have lighted fools
The way to dusty death. Out, out, brief candle!
Life's but a walking shadow; a poor player,
That struts and frets his hour upon the stage,
And then is heard no more: it is a tale
Told by an idiot, full of sound and fury,
Signifying nothing.
Hjalti eins og venjulega bullar bara Kristján með sín ljóðasvör og ég með kurteisislega ábendingu að það er ósiðsamlegt að taka einhvern i bakaríinu en svona er hún Katrín algjör sóðalingur í hugsun jafnvel verri en ég og ég er nú slæmur sko
ég er svo fullkomlega sammála þér með tungumál. Mig langar ógeðslega mikið til Perú og hefur lengi langað og mig langar að læra frönsku, spænsku og ítölsku en Japansku og Kínversku.. jafnvel rússnesku væri mjög gaman að læra þar sem þetta eru allt öðruvísi tungumál en okkar. Alltaf þegar ég les eitthvað frá þér um tungumál langar mig að skipta yfir á málabraut en ég er að reyna að sannfæra mig um að halda mig á Náttúrufræðibraut 1 Er það sneðugt ?
Ætla að taka aukakúrsa í háskólanum á næsta ári kannski ef ég get með Marissu í japönsku!;) Now who's with me!! =D {langt komment, sorrí}
Skrifa ummæli
<< Home