Fortress - Pinback
Ég var að uppgötva Prison Break, það eru bestu þættir í heimi. Mér finnst þetta intelligent (dæmi um hvað íslenska er ómöguleg) þættir. Þeir láta mig samt verða pirraða út í ríkistjórnir. Ég var líka að horfa á Jarhead í gær og þá varð ég enn pirraðari. Fólk er bara eins og e-r peð sem er stjórnað af ríkisstjórninni og þó þetta séu bara myndir fyndist mér alls ekkert ólíklegt að þetta væri svona í alvöru. Eins og hermennirnir, þeir eru bara skoðunarlausar drápsvélar. Það er bara svo mikil ósanngirni í þessu og saklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þessu. Ég hef bara of mikla réttlætiskennd að ég verð alveg brjáluð, svona hlutir hafa svo gríðarleg áhrif á mig. Ég man líka þegar ég var að íhuga hvort ég tryði á guð eða ekki. Ég trúði einu sinni á guð en svo fór ég að hugsa aðeins um þetta. Hann á að vera almáttugur, hann á að hafa skapað jörðina, Eva á að hafa orðið til úr rifbeininu á Adam. En nú eru til vísindi og þau segja aðra sögu. Þróunarsöguna og hvernig jörðin varð til úr sprengingu. Ég á miklu auðveldara með að trúa þessu, þ.e. vísindunum. Svo er til fólk sem segist trúa á guð en trúir ekki að hann hafi skapað jörðina. Mér finnst það rangt, annað hvort trúirðu öllu eða engu. Það er ekkert sem heitir að vera hálf-kristin og sveigja trúnna eftir sínu eigin höfði en það er einmitt til fólk sem gerir það. Fólk sem gerir ýmsa hluti því guð sagði þeim að gera það, að drepa fólk því guð sagði þeim að gera það, mér finnst þetta lýsa hálfgerðri geðveiki. Svo er annað með guð, að ef hann er almáttugur, af hverju horfir hann þá á milljónir fólks deyja fyrir fáránlega málstaði? T.d. að Bandaríkjamenn mega ekki missa olíulindir sínar svo þeir ráðast á aðra þjóð til að kenna e-m um, er það sanngjarnt? Að fólk fæddist á ákveðnum stað í heiminum og þarf þess vegna að svelta í hel, er það sanngjarnt? Að sumir fái allt og aðrir ekkert, er það sanngjarnt? Ég á allavega erfitt með að trúa að guð geti horft á allt þetta gerast en samt er sagt að hann sé almáttugur og miskunnsamur og góður og allt það, ég á bara mjög erfitt með að trúa því. Þannig já, ég trúi sem sagt ekki á guð. Mér finnst líka trúarbrögð í heildina hálf fáránleg. Ef engin trúarbrögð væru til myndi stríðum fækka gríðarlega. Þó mega trúarbrögðin eiga það að þau veita fólki von þegar það á ekkert annað eftir í lífinu. Sumir finna huggun í því að þeim séu fyrirgefnar syndir sínar á dánarbeði sem er vissulega e-ð til í. En áður en ég fer að hafa mikið fleiri skoðanir á ýmsum málum ætla ég að hætta og tek það líka fram að þetta er bara mín skoðun. Jæja, efnafræði?
p.s. Allir að vera góðir við mæður sínar í tilefni dagsins :)
p.s. Allir að vera góðir við mæður sínar í tilefni dagsins :)
4 Comments:
þetta er ekki bara þín skoðun þetta er skoðun flestra sem hafa lært trúarbragðasögu
Mér finnst nefninlega ekkert það rangt við að trúa ekki öllu við ein trúarbrögð, og finnast kannski sumt rétt í einum og annað rétt í öðrum...til dæmis á ég mjög erfitt með að trúa að Eva hafi komið út úr rifbeininu á Adam eða að Nói hafi smíðað örk látið tvo einstaklinga af hverri einustu tegund um borð....en samt er alveg eitthvað annað í biblíunni sem ég trúi frekar á....svo eru þessi vísindi búin að flækja allt saman og maður eiginlega veit ekkert hverju er hægt að trúa..æjjahh ég pældi svo ótrúlega mikið í þessu í stjörnufræði í fyrra að heilinn minn tekur ekki við meiri pælingum...:P
haa er mæðradagurinn búinn ??
Karen. Sögurnar um Adam og Evu og Örkina hans Nóa voru dæmisögur meðal margra annarra. Er það ekki annars..?
júbb
Skrifa ummæli
<< Home