18 maí 2006

Gnarls Barkley - Crazy

Prófin eru búin. Dagar myglu, málningaleysis og íþróttabuxna eru taldir og tími brjóstarhaldara, drykkju og skemmtanahalda eru að líta dagsins ljós. Já, dagurinn í dag hefur verið andskoti góður, þýskupróf, Hlöllabátar og Eurovision í kvöld. Svo er líka maí og í maí er alltaf gaman :P
En til að gera smá samantekt á þessum blessuðu prófum sem staðið hafa síðustu 18 daga eða svo:

Félagsfræði (ég fíla ekki óskiljanleg hugtök sem maður þarf að læra utanað)

Stærðfræði (þetta var einfaldlega stærðfræði, need I say more?)

Íslensk ritgerð (ritstífla og óákveðni en redding)

Íslensk fræði (ég hef afsökun, ég er bara hálfur Íslendingur)

Saga (krampi í hendinni)

Jarðfræði (já, eins og áður hefur komið fram eru ég og jarðfræði bestu vinir, annars sjá ummæli um félagsfræði)

Efnafræði (hefði átt að fylgjast með í tímum í vetur)

Enska (skemmtilegt próf en ég klúðraði stílnum að einhverjum hluta)

Þýska (eiginilega of létt og er því hrædd við klaufavillur)

Já, ég er annars bara sátt við þessi próf, þ.e. þangað til ég fæ einkunnirnar.
Til hamingju með prófalokin og gleðilegt partýstand, ehhe. :D

1 Comments:

Blogger Ludsen Jones said...

hehe það er ekki alltaf hægt að fá 10 (þó að ég geri það)

18/5/06 21:25  

Skrifa ummæli

<< Home