22 maí 2006

Coldplay - Kingdom Come

Lífið er powergame. Ég komst að því í dag meðan ég lá heima í veikindum mínum sem ég er innilega pirruð útí. Vaknaði í morgun og var að drepast úr hita, hausverk og beinverkjum, hef ekki einu sinni getað lagað mig í dag og ég er mjög góð í að laga mig þegar ég er veik. Á svo að mæta í starfskynningu í fyrramálið kl. 08:00 og á kóræfingu kl. 18:00. Við sjáum til hvernig þetta fer allt saman ef ég lagast ekki í nótt. En til að koma mér aftur að point-i bloggsins þá er lífið powergame. Ég hef, sem áður sagt, legið yfir þessu í dag og hef fundið mikið til rökstuðnings þessu. Helsta dæmið er atvik sem átti sér stað fyrir einhverjum dögum en ég ætla ekki að greina frá því hér. En annars er búið að segja oft og mörgum sinnum við mig að lífið sé powergame, eða allavega allnokkrir hlutar þess en ég komst ekki að þessu fyrr en í dag. Veri þeir ósammála mér sem vilja.

Ég horfði ekki á Eurovision í fyrsta skipti í mörg, mörg ár. Mér er alveg sama. Heimildir mínar segja mér að Finnland hafi unnið. Ég er fegin því. Mér fannst það gott lag og einkar fyndið að ein manneskjan í þessari hljómsveit kom fram sem munkur einmitt vegna heiftarlegs ofnæmis fyrir latexi. Það fannst mér fyndið, einfaldur húmor, ég veit. Svo fannst mér líka bara ekkert til hinna laganna koma. Var reyndar ekkert búin að heyra það mörg en þau sem ég heyrði hljómuðu öll eins og blönduðust saman.

Ferðin sem farin var upp í Hvalfjörð má segja að hafi heppnast ágætlega. Ég skemmti mér allavega þokkalega. Finnst ummæli blaðamanna um þetta þó frekar ýkt enda búin að vera að útskýra fyrir foreldrum mínum í dag að svona fór þetta ekki fram. Allavega ekki eftir minni bestu eftirtekt (þetta var asnaleg setning). En þó þarf ekki að treysta minni dómgreind, hún á það til að já, förum annars ekkert út í það.

En þetta verður ekki lengra í bili (sem betur fer) því ég er að fara að sofa. Góða nótt.

2 Comments:

Blogger Ludsen Jones said...

powergame ?

22/5/06 02:44  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe true, true...ég fer samt ósjálfrátt að hugsa um The Powerpuff girls þegar ég heyri orðið powergame...

22/5/06 23:23  

Skrifa ummæli

<< Home