30 maí 2006

Michael Penn - Room 712, The Apache

Þessi helgi var nú ansi viðburðarík. Meðal gjörða minna má nefna að ég lenti í slag við gamlan Þjóðverja sem steinlá eftir að hafa nefbrotið mig, ég fór þó aðeins á Heilsugæsluna meðan sjúkrabíllinn keyrði hann upp á Slysó, tók hann sko niður. Einnig réðst á mig einkar stórt og ófrýnilegt kattardýr og sjást ummerki þess á viðbeinum mínum. Ég slóst í för musterisriddara og barðist við hlið Arn de Gothia, góðmennis m.m. í landinu helga. Ég var talinn asni eftir að hafa 'þérað' Þjóðverja á þýsku, en ég var altalandi a.m.k. fimm tungumál en ég tala aðeins þrjú nokkuð reiprennandi og enskan var töluð með fjórum hreimum. Við mig var yrt á frönsku (að er virtist) og við skulum ekkert ræða það frekar, annars einkennist orðaforði minn í frönsku í raun aðeins af 'voulez vous coucher avec moi ce soir'. Vinkona mín eignaðist lítinn strák sem hefur ekki enn verið skírður en ég kýs að kalla hann Róbert bangsa, myndarlegur lítill drengur, mjög líkur föður sínum. Eyddi síðan heilu kvöldi í að lifa mig innilega mikið inn í endursýningu af Meistaranum (þ.e. þættinum). Ekki nóg með að ég svaraði öllum spurningunum upphátt heldur lá við að ég var farin að vera sammála keppendum um e-ð sem ekki tengdist keppninni. Já, langt síðan maður lenti í svona mörgu. Gaman að því. Farin að sökkva mér í bókalestur sumarsins sem akkúrat núna samanstendur af Tempelriddaren, ítalskri málfræði (já, ég er að fara að tækla þessa ítölsku), Uppvöxtur Litla trés og War and Peace enn sem komið er.

e.s. Helga sín átti afmæli í gær þar sem klukkan has passed midnight og er sú litla (nýti mér réttinn að segja litla þar sem ég er heilum sex dögum eldri) krúsídúlla orðin sautján ára gella og vil ég óska henni innilega til hamingju með það í um þriðja skiptið eða svo. :D

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þessi helgi hefur verið alger draumur fyrir þig eða að þú sért að lýsa því sem þér dreymdi að hefði gerst um helgina en þú varst í rauninni að reyna að bæta metið í bobble trouble alla helgina

30/5/06 03:12  
Anonymous Nafnlaus said...

takk takk stóra mín...;Þ :**

30/5/06 05:56  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert svo villt ástin;P

1/6/06 02:59  

Skrifa ummæli

<< Home