01 júní 2006

Belle & Sebastian - Beautiful

Halló heimur (haha, einkahúmor, bloggfærslurnar mínar eru aldrei of fullar af honum) !
Jæja, ég varð fyrir ákveðinni lífsreynslu um daginn. Jú, allmargir hafa sagt við mig þegar ákveðin lög hafa haft gríðarleg áhrif á einstaklinginn og jafnvel valdið tilfinningasveiflum. Ég hef alltaf staðið utan slíkra samræðna þar sem ég hef aldrei vitað hvað fólk hefur verið að tala um. En núna veit ég það. Ég varð einmitt fyrir þessari reynslu þegar ég stóð úti í strætóskýli fyrir utan Smáralindina eftir að hafa verið hjá tannréttingi. Ég var nýbúin að missa af strætó, eða svo til, og sá því fram á að þurfa að bíða í fimmtán óendanlegar mínútur, eins og mér leið ekki nógu illa í tönnunum og höfðinu þá var gríðarlegur non-stop vindur sem og einstaka rigningardropar og strætóskýlið gegndi hlutverki sínu sem skýli vægast sagt mjög illa. En þá datt mér í hug að hlusta á þetta tiltekna lag í mínum yndisfríða iPod-i. Ég hafði heyrt þetta oft áður og allt það, kann það meira að segja næstum/mjög illa/eiginlega ekkert á píanóið en allt í einu þarna hafði lagið þessi gríðarlegu áhrif á mig. Heimurinn stoppaði og hjartsláttur minn varð örari og þessar fimmtán mínútur, sem ég hafði kviðið um leið og ég uppgötvaði að ég þyrfti að bíða í fimmtán mínútur, liðu eins og tvær. Lagið er reyndar ekki fimmtán mínútur að lengd en ég hlustaði á það þrisvar í röð.

Í dag fór ég í afmæliskaffiboð til heiðurs sjálfri mér. Það var stútfullt af einkahúmor, nammi og The O.C. Fékk líka snilldargjafir og Annál sem var vægast sagt fyndinn. Takk Karen mín :D.

Eftir þennan Annálslestur fór ég að hugsa um liði skólaár sem tók ansi langan tíma þar sem minningarnar eru ekki fáar. Árið var mjög gott í heildina litið með nokkrum set-backs sem ég nenni eiginlega ekkert að kæra mig um, svo lengi sem aðrir sem áttu þátt í þeim nenna heldur ekki að kæra sig um þau. En ég uppgötvaði í dag í strætó hvað ég á eftir að sakna MR í þetta eina hálfa ár sem ég verð í burtu frá skólanum. MR er frábær skóli í alla staði og að hugsa að ég var í vafa með í hvaða menntaskóla ég ætlaði að fara. Og það líka virkilegum vafa, alltaf að skipta um skoðun, ég var meira að segja næstum farin að sjá eftir endanlegri ákvörðun minni en sú eftirsjá var fljót að fara. Já, maður er víst tvíburi eftir allt saman.

Gleðilegan júní, megi hann verða ykkur ljúfur og skemmtilegur, sem og sólríkur og vinnumikill. :D.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home