30 júní 2006

The Bloodhound Gang - The Roof is on Fire



Jæja..ég hef ekkert að gera þannig ég ákvað að blogga þó ég hafi ekkert að
segja. Ég sit hérna í vinnunni og það er nákvæmlega ekkert að gera. Þessi
morgun hefur verið mjög rólegur vægast sagt, örugglega bara svona 10-15
símtöl á sex tímum. Ég hef meira að gera í símanum heima hjá mér í
hvert sinn sem ég er að reyna að horfa á e-a góða mynd í sjónvarpinu. Og
svo var ég færð á meiri áberandi stað þannig ég þori ekki að lesa
Cosmopolitan blaðið sem ég kom með. En jæja, það eru bara tveir
tími eftir og ég fæ kannski að fara fyrr eins og í gær, vona það.
Annars er mér ekkert að lítast á þetta veður, grenjandi rigning og vindur.
Ég sem stóð í þeirri trú að það væri komið sumar. Ég var líka búin að lofa
sjálfri mér að hjóla alltaf í vinnuna. Ég stóð við loforðið í morgun en
mig langar ekki að vita hvernig hjólinu mínu líður úti í þessari dembu.
Ætli ég þurfi ekki bara örlítinn tíma til að venjast þessu óstabila veðri
sem hið íslenska er.

En núna langar mig að koma með smá upplýsingar um Bari. Það er borg
jólasveinsins því San Nicola (sankti Nikulás) er einmitt grafinn í
basilíkunni þar í borg en hún er jafnframt frægasta bygging borgarinnar. Í
Bari búa u.þ.b. 330.000 manns og er hún því jafn stór og Malmö
íbúafjöldalega séð þó íbúafjölda Bari fari lækkandi (u.þ.b 377.000 manns
árið 1988) sem og íbúafjölda Ítalíu og Malmö heldur áfram að fyllast af
innflytjendum (sbr. Elefantens sociala problem)*. En mér hefur alltaf
fundist jafn merkilegt með þennan decreasing íbúafjöldi í Ítalíunni þar
sem landið er kaþólskt. Ítalir eru kannski bara hættir að trúa á kynlíf.
Svo er einmitt líka annar punktur með Ítalíu að ég veit núna um þrjár
fullorðnar ítalskar manneskjur sem ekki bragða áfengi. Þetta finnst mér
skrítið. Ég hélt að allir Ítalir drykkju, allavega rauðvínsglas með
matnum, ég meina, þeir voru farnir að bjóða mér vín þegar ég var ellefu
ára. En jájá, þeir um það. Annars þykir mér alltaf jafn vænt um þessa
blessuðu Ítali (Ítala?). En já, ég læt fylgja nokkrar myndir sem ég hef
verið að dunda mér að leita uppi.























































* Sjá blogg 27.apríl 2006

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

heppna heppna tad er sko lang best ad vera a sudur italiu!!!!! tu ert svo heppin ad eiga tetta allt eftir!!!!!!

1/7/06 16:51  
Anonymous Nafnlaus said...

tu um tad annalind ég held að hún komi ólétt heim með alla þessa ítali í kringum sig

3/7/06 21:26  

Skrifa ummæli

<< Home