29 júní 2006

Elias - Who's da Man

Þá er maður kominn heim. Það er gott að vera komin heim. Ég var líka frekar lengi úti og er gjörsamlega dottin úr öllu sem tengist íslensku samfélagi, næstum allavega. Tungumálið er meira að segja farið að vefjast aðeins fyrir mér þannig ef ég læt frá mér einhverjar sænskar slettur biðst ég afsökunar fyrirfram.
Ég verð annars að segja að ferðin byrjaði ekki vel því vélinni seinkaði um fjóra tíma vegna óveðurs í Bandaríkjunum. Ég var einkar pirruð út í íslenskt skipulag (óskipulag) og verð alltaf þegar ég kem á Leifsstöð. Ég skil ekki af hverju u.þ.b 11 flugvélar eru látnar fara á innan við hálftíma. Allir koma þá á sama tíma og eins og það hafi ekki verið nógu mikil ringulreið fyrir þar sem þeir eru e-ð að endurbyggja þarna. En já, svo fór nú flugvélin af stað og ég fann ekkert mikið fyrir flughræðslunni enda gott og stutt flug, meðvindur og hagstæður jarðarsnúningur. En vandræðunum var nú ekki lokið heldur þurftum við að bíða í tvo tíma eftir farangrinum því ekki var hægt að opna farangursgeymsluna á vélinni og minnstu munaði að vélin hefði verið send aftur heim til Íslands með farangurinn með. Þannig ég kom heim til morfars um kvöldmatarleitið í stað um klukkan eitt.

Annars gerði ég nú ekki mikið í ferðinni. Helstu var afmæli móður minnar, VM og Samsö. Afmælið var mjög skemmtilegt, fullt af fólki og mikið af Íslendingum, góður matur, (gott kampavín), við krakkarnir sem vorum fimm tókum okkur smá pásu og skruppum í fótbolta og þar áttaði ég mig á því í hversu innilega lélegu formi ég er í.
Já, HM var náttúrulega hápunktur ferðarinnar og við ætluðum að fara á leik en fengum ekki miða. Við hefðum hins vegar getað farið á Trinidad og Tobago - Svíþjóð en frænka mín þurfti endilega að eiga fimmtugsafmæli þann daginn. Leikurinn var heldur ekkert skemmtilegur þannig það var kannski alveg eins gott en ég hefði þó viljað skreppa til Þýskalands í stemninguna.
Samsö var eiginlega letdown. Ef ég spilaði golf hefði hún líklega ekki verið það. En það var low season þegar við fórum og eiginlega eina sem ég gerði var að lesa Pride & Predujice sem ég keypti mér vegna aðgerðarleysis og að horfa á HM sem ég hafði reyndar ekkert mikið á móti en já, ég var ekkert að fíla þessa eyju neitt voðalega.

Svo til að svara spurningunni um hvort engar tölvur séu til í Sverige þá eru nú alveg til tölvur en ég komst bara tvisvar í tölvu þar sem flestum mínum stundum var eytt í sumarhúsi morfars og hann hvorki kann á tölvu né hefur nokkuð að gera við slíkt tæki :). Ég hitti frændfólk mitt voðalega lítið heima hjá þeim og í þessi tvö skipti sem ég komst í tölvu var ég fyrst í matarboði hjá fólki sem ég hef ekki hitt í um 6 ár og mun ekki hitta í langan tíma og í seinna skiptið í matarboði hjá fólki sem ég hef ekki hitt í ár og mun ekki hitta í tvö ár.

Eins og ég segi er annars mjög gott að vera komin heim. Það er líka langt síðan ég var svona lengi í einu í útlöndum, síðast þegar ég var í mánuð var ég sjö ára. En það er samt alltaf jafn gaman í Svíþjóð. Bankareikningurinn minn var reyndar ekki alveg jafn hress með þetta, enda er hann tómur núna og ég gerði mitt besta til að tæma bankareikning móður minnar líka þannig ég er núna stórskuldug uppá 30.000 kr. u.þ.b. en það var svo sem þess virði.

Ég var annars að byrja í vinnunni í dag og líst bara frekar vel á þessa vinnu, hef nógan tíma til að vera á msn og á netinu sem mér finnst ekkert verra. Versta er að ég er ekki búin fyrr en fjögur og missi því af ansi mikið af HM leikjunum sem eftir eru, allavega ef þeir (sjónvarpstöðin) ætla að halda áfram að sýna þá klukkan þrjú. Ég er annars ekki alveg búin að ákveða með hverjum ég held, hélt með Svíþjóð en þeir duttu út, hélt með Tékklandi en þeir duttu út. Ég held allavega og mest með Ítalíu en ég held líka með Argentínu og Frakklandi svo eru Þjóðverjar bara farnir að spila skemmtilegan fótbolta og mér fyndist ekkert slæmt ef þeir ynnu þessa keppni. Svo lengi sem Brasilía vinnur ekki þá er ég sátt. :D

Forza Italia.

p.s. Ég fer til Bari sem skiptinemi 2.september næstkomandi, fékk þær upplýsingar meðan ég var úti. Bari er mjög sunnarlega og er staðsett svona á hásininni á stígvélinu. Gaman að þessu.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hææj! sæta mín..velkomin á klakann jáw..hehe...en þetta er í alvörunni ekki kúl kjáwninn þinn..sí ja bæjó ;p

29/6/06 23:33  

Skrifa ummæli

<< Home