10 júlí 2006

Bob Dylan - Oh, Sister

Ítalía eru heimsmeistarar (Ítalíunærfötin hafa greinilega skilað sínu).

Jeij.

Á eftir er ég að fara í ökuskólann.

Bráðum fæ ég æfingaleyfi.

Jeij.

Í dag er ég glöð, pirruð, vonsvikin, ánægð, full tilhlökkunar, full eftirsjár, með samviskubit og bjartsýn.

Það er svona þegar maður upplifir margt í einu á einni helgi eða svo.

Ég er að verða brjáluð á iðnaðarmönnunum hérna í vinnunni sem eru borandi allan daginn og ég heyri varla í símanum og það er það sem ég geri helst í vinnunni, fyrir utan auðvitað að lesa Riket vid vägens slut. Slæmt. Eini kosturinn er að þetta eru ekkert illa útlítandi drengir. Fær aldrei nóg af svoleiðis :P.

Útileigur eru skemmtilegar. Ég er þó að hugsa um að læra af mistökunum og hafa með mér nokkur flísteppi, húfu og vettlinga, ullarsokkar, yfirhafnir og dúnsokka í næstu útileigu.

Oh, vesen.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, miklar sveiflur í gangi greinilega;)
Já, Ítalíunærfötin gáfu án efa mikinn innblástur í það hvernig leikurinn fór...þegar þeir voru aalveg að gefast upp hugsuðu þeir: Nei! Ítalíunærfötin voru ekki gerð fyrir ekki neitt! Og ÞÁ skoruðu þeir!!

10/7/06 21:34  
Anonymous Nafnlaus said...

vó ég hef aldrei séð þig kom fram jafn mikilli hugsun í jafn fáum orðum til hamingju og gangi þér vel í ökuskólanum þú færð hvað að keyra eftir ár eða seinustu vikuna þína hérna.

12/7/06 18:44  

Skrifa ummæli

<< Home