03 júlí 2006

Tiger Lou - Sam, as in Samantha

Jæja, nú er tæp klukkustund eftir af þessari blessuðu vinnu og tíminn hefur bara verið þokkalega fljótur að líða. Helstu ástæðurnar á bak við það er að það er búið að vera frekar mikið að gera, ég fór í hálftíma hádegishlé og ég er búin að vera að dunda mér á spjallrásum netheimsins og þá er ég ekki að tala um að ég sé að reyna að lokka til mín e-a 11 ára gamla drengi eða e-r fimmtugir karlar séu að reyna að lokka mig til sín heldur var ég inná heimasíðum eins og arsenal.com, fotbolti.net og femin.is. Svo hefur hugur minn eiginlega einungis beinst að HM 2006 þar sem það er helvíti spennandi núna og bráðum búið. Ég hef ákveðið að endanlega halda með Ítalíu og það kæmi mér ekki á óvart ef Ítalir og Frakkar spiluðu úrslitaleikinn. Og sjaldan hef ég verið jafn glöð með úrslit fótboltaleiks og þegar Frakkar sendu Braselíumennina heim eftir 1-0 sigur og hver skoraði ekki nema minn maður, Thierry Henry. Þessi úrslit jöfnuðust á við Bayern München - Manchester United hérna um árið (já, einu sinni hélt ég með Man. Utd.). En ég missti af leiknum því heilinn minn er víst enn stilltur á sænskan tíma og ég hélt að leikurinn væri klukkan níu en ekki sjö. En ég varð ánægð samt sem áður.

Vinnan er annars öll að koma til og ég er búin að vera alveg ein hérna síðasta eina og hálfa tímann og er nokkuð viss um að hafa ekki klúðrað neinu enn sem komið er. Það eru líka svo fínar konur hérna þannig ég skammast mín ekkert fyrir að spurja. Þetta var setning sem ég hélt ég myndi aldrei segja. Ég að spurja um e-ð, gerist voðalega sjaldan. Allavega um e-ð sem tengist starfi eða skóla. Stundum er mjög gaman að tala í símann hérna. Áðan hringdi t.d. í mig kona og vildi fá að vita hver kæmi til hennar og ég svaraði því og hún þakkaði fyrir sig. Fimm mínútum seinna hringdi hún aftur til að láta mig vita hversu yndisleg ein kona hafði verið sem hafði komið til hennar um daginn. Ég brosti bara út að eyrum og komst ekki yfir hversu ótrúlega krúttleg konan var. Gamalt fólk getur verið svo krúttlegt.

Ég er núna formlega í vinnunni minni, skrifaði undir samning í dag og leið voða fullorðinslega. Fyrsti samningurinn minn, hehe. Það stendur svo sem ekki mikið á honum. Einna helsta er að ég tilheyri launaflokki 613-A10 og er bundin þagnarskyldur skv. 18 gr. laga nr. 70/1996.

Áðan langaði mig að skrifa um HM en núna nenni ég því ekki, enda lítið eftir af vinnunni og ég þarf að fara að huga að hlutum hérna. Ég þarf núna að setja símsvarann á, læsa aðalhurðinni sem og lyftunni. Gríðarlegt ábyrgðarstarf, ég veit. Svo verð ég að muna að "logga mig út" á símanum, gleymdi því einmitt á föstudaginn og því virðist eins og ég hafi verið í vinnunni yfir helgina. En nóg af því.

Bless.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég hefði nú aldrei byrjað að tala við þig hefði ég vitað þetta að þú hélst með man united

3/7/06 21:48  

Skrifa ummæli

<< Home