04 júlí 2006

Granddaddy - Revolution

Jább, undanúrslitadagurinn er runninn upp og ég er að farast úr spenningi. Eftirtaldir verða í eldlínunni í kvöld:

Fabio Cannavaro, miðvörður og fyrirliði, nr. 5

Alessandro Nesta, varnarmaður, nr. 13

Andrea Barzagli, varnarmaður, nr. 6

Reyndar verður Alessandro Nesta væntanlega fráverandi vegna meiðsla og Andrea Barzagli mun væntanlega leysa hann af. En þessir fá allavega verðlaun frá mér fyrir að vera fallegir, myndarlegir og einfaldlega hottt. (Yes, i know, I have a thing for Italian defenders.) :P

Þessi leikur verður hörkuspennandi og ég vona bara að Ítalía vinni hann. Ég hef samt ekkert á móti Þjóðverjum en held bara með Ítalíunni minni.

Á morgun ætla ég að halda með Frökkum. Svo þætti mér gaman að vita af hverju úrslitaleikurinn er klukkan sex á sunnudagskvöldi. Mig hefði langað að fara og skemmta mér e-ð eftir leikinn. Tiss...

En já, ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir leikinn, hehe. Fara í Ítalíu-nærfötin mín og svona (já, ég veit ég er lúði.)

Ciao.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæb hvar er þýsku varnarmennirnir þú getur nú ekki sagt að þú myndir velja frekar ítalsk pasta þegar þú gætir fengið þýskt stál.
Ég ætla að tileinka þér eitt lag með simon and garfunkel THE BOXER

7/7/06 20:05  
Anonymous Nafnlaus said...

haha, ég fór í argentínu nærfötin mín á argentínu-þýskaland leiknum;P

10/7/06 14:54  

Skrifa ummæli

<< Home