Eels - Souljacker
Ég þoli ekki þegar ég læri ekki af mistökunum. Ég virðist ekki geta lært af þeim, það er svo einfalt. Ég er alltaf að finna mig í sömu aðstæðum, aftur og aftur og aftur. Ég skil þetta ekki. Ég er víst bara alltof trúgjörn og easily fooled og greinilega með e-n innbyggðan galla sem gerir það að verkum að ég treysti fólki aftur og aftur og geri sömu mistökin aftur og aftur.
En að öðrum hlutum. Vinnan mín er geggjað skemmtileg. Í henni hef ég mikið að gera, endurraða hlutum í hillur af/að eigin frumkvæði, ydda blýanta í gríð og erg, lesa bækur (er búin með hálfa þriðju bók síðan ég byrjaði hérna), vera ótrúlega góð í símann við gamla fólkið sem hringir og auðvitað drekka te í lítratali og þar af leiðandi er ég alltaf á klósettinu líka. Ég er búin að prófa allar tegundir tes (?) sem til eru hérna í vinnunni og komist að því að tegund sem heitir Peach Paradise eða e-ð slíkt er best. Jebb, þetta er sko ekki einhverf vinna.
Það eru 50 dagar í Ítalíuna mína. Ég er að deyja úr spenningi. Ég hlakka svo til að fara. Sérstaklega núna. Ég er eiginlega komin með hálfgerða leið á að vera hérna á Íslandi allan tímann. Það er kominn tími til að fara héðan. Ég á svo ekki eftir að búa hérna alla mína ævi, það er ekki séns. Ég fæ leið á hlutum allt of fljótt, hehe. En ég mun samt sakna Íslands og fólksins hérna eftir 10 mánuði, sérstaklega fólksins, landið er ekkert svo merkilegt, hehe.
Oh, well, back to 'work'.
En að öðrum hlutum. Vinnan mín er geggjað skemmtileg. Í henni hef ég mikið að gera, endurraða hlutum í hillur af/að eigin frumkvæði, ydda blýanta í gríð og erg, lesa bækur (er búin með hálfa þriðju bók síðan ég byrjaði hérna), vera ótrúlega góð í símann við gamla fólkið sem hringir og auðvitað drekka te í lítratali og þar af leiðandi er ég alltaf á klósettinu líka. Ég er búin að prófa allar tegundir tes (?) sem til eru hérna í vinnunni og komist að því að tegund sem heitir Peach Paradise eða e-ð slíkt er best. Jebb, þetta er sko ekki einhverf vinna.
Það eru 50 dagar í Ítalíuna mína. Ég er að deyja úr spenningi. Ég hlakka svo til að fara. Sérstaklega núna. Ég er eiginlega komin með hálfgerða leið á að vera hérna á Íslandi allan tímann. Það er kominn tími til að fara héðan. Ég á svo ekki eftir að búa hérna alla mína ævi, það er ekki séns. Ég fæ leið á hlutum allt of fljótt, hehe. En ég mun samt sakna Íslands og fólksins hérna eftir 10 mánuði, sérstaklega fólksins, landið er ekkert svo merkilegt, hehe.
Oh, well, back to 'work'.
1 Comments:
þú hljómar geðveikt sannfærandi þegar þú talar um þessa skemmtilegu vinnu en ég sé ekkert að því að hjálpa gömlu fólki þó að ég geri það ekki og hvað er að því að búa á íslandi ef þér líkar það ekki þá skaltu bara hundskast til ítalíu og bara vera þar með þínum ítölum bæbæ sem forseti þinn þá er ég hér með að reka þig úr landi
Skrifa ummæli
<< Home