25 ágúst 2006

Muse - Ruled by Secrecy

Ég elska ykkur öll..








*Bara til öryggis

19 ágúst 2006

Foo Fighters - Come Back

Já, er ekki kominn tími á eitt blogg? Ansi langt síðan ég lét heyra frá mér síðast. Ég er enn á lífi, en tæplega þó. Er búin að vera veik síðustu tvær vikur. Come to think of it er ég reyndar búin að vera veik í eiginlega allt sumar. Eða allavega síðan ég kom heim frá Svíþjóð. Helvítis vesen og bull. Er búin að fara og láta kíkja á mig ansi oft eins og ég býst við að ég hafi nefnt í e-u bloggi. Fór t.d. í blóðprufu í fyrsta sinn á ævinni, I might add, og það var allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér það. Ég hef nú aldrei verið hrædd við nálar af nokkurri sort nema kannski nálar í saumavélum (e-ð sem ég kann ekki á, er ekki svona mikið kona)og nálar sem notaðar eru til að stinga mann í fingurinn (það er bara ómannúðlegt, já ómannúðlegt segi ég), en fólk hafði svona líst þessu fyrir mér sem e-i hræðilegri upplifun en ég upplifði það alls ekki svoleiðis, ég bara fann ekki fyrir þessu. Þó virðist það sem æðin mín hafi sprungið þar sem ég er komin með stærðarinnar marblett auk nálafarsins. Ég lít út eins og hinn reynslumesti heróínfíkill og þetta sár/marblettur gæti verið byrjun á eins og hendin á Jared Leto lítur út í Requiem for a Dream.

Ég er ekkert mjög málglöð þessa dagana sem er skrítið þar sem ég er búin að eyða flestum dögum síðustu vikna. (Ég er bara svona ótrúlega skemmtilegur félagsskapur, haha). Samt hefur svona ýmislegt drifið á daga mína síðan ég bloggaði síðast. Verslunarmannahelgin var frekar subbuleg á marga vegu. Þurfum ekkert að fara neitt frekar út í það. Svo er Hjalti bara farinn til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Dallas, Texas og vegnar honum vel þar samkvæmt mínum heimildum. Ég hef verið ásökuð um að tala eins og sjötug kelling, mestmegnis af sjálfri mér, hehe. Ég fattaði að mér líkar ekkert voðalega vel við Kringlunna og það sérstaklega ekki þegar ég er það og líkaminn minn hagar sér eins og hann sé þunnur og ég er með 38 stiga hita.

21 dagur í Ítalíu. (Vonandi).

03 ágúst 2006

Our Lady Peace - 4am

Gæsahúðalag nr. 2 : 4am með Our Lady Peace
Það er e-ð við þetta lag sem hrífur mig, mér finnst það bara innilega gott.

Unnur mín hélt af stað til Argentínu í morgun og er núna í London vænti ég. Ég var of lengi að kveðja hana í gær og því er ég of þreytt í dag sem og að drepast úr harðsperrum.Já, fólk, vorkennið mér. (Haha). Aldrei að byrja að hreyfa sig eftir að hafa verið hreyfingarlaus letingi í fjóra mánuði. Ég get ekki einu sinni setið án þess að finna til. Nudd væri mjög vel þegið og sjálfboðaliðum er tekið opnum örmum :P.

Þótt ótrúlegt megi virðast hlakka ég samt til að fara í Hreyfingu á eftir. Það er svo gaman þegar er komin smá regla á lífið manns. Það er samt ekki beint regla á mínu lífi þar sem ég vakna aldrei á réttum tíma á morgnanna og næ aldrei að borða kvöldmat vegna anna. En samt, gott að vera byrjuð að hreyfa sig á ný. Þarf líka að ná af mér öllum þessum aukakílóum fyrir Ítalíu. Það gefur mér 36 daga.

Ohh, ég hef ekkert að segja.

Bless.