30 maí 2006

Michael Penn - Room 712, The Apache

Þessi helgi var nú ansi viðburðarík. Meðal gjörða minna má nefna að ég lenti í slag við gamlan Þjóðverja sem steinlá eftir að hafa nefbrotið mig, ég fór þó aðeins á Heilsugæsluna meðan sjúkrabíllinn keyrði hann upp á Slysó, tók hann sko niður. Einnig réðst á mig einkar stórt og ófrýnilegt kattardýr og sjást ummerki þess á viðbeinum mínum. Ég slóst í för musterisriddara og barðist við hlið Arn de Gothia, góðmennis m.m. í landinu helga. Ég var talinn asni eftir að hafa 'þérað' Þjóðverja á þýsku, en ég var altalandi a.m.k. fimm tungumál en ég tala aðeins þrjú nokkuð reiprennandi og enskan var töluð með fjórum hreimum. Við mig var yrt á frönsku (að er virtist) og við skulum ekkert ræða það frekar, annars einkennist orðaforði minn í frönsku í raun aðeins af 'voulez vous coucher avec moi ce soir'. Vinkona mín eignaðist lítinn strák sem hefur ekki enn verið skírður en ég kýs að kalla hann Róbert bangsa, myndarlegur lítill drengur, mjög líkur föður sínum. Eyddi síðan heilu kvöldi í að lifa mig innilega mikið inn í endursýningu af Meistaranum (þ.e. þættinum). Ekki nóg með að ég svaraði öllum spurningunum upphátt heldur lá við að ég var farin að vera sammála keppendum um e-ð sem ekki tengdist keppninni. Já, langt síðan maður lenti í svona mörgu. Gaman að því. Farin að sökkva mér í bókalestur sumarsins sem akkúrat núna samanstendur af Tempelriddaren, ítalskri málfræði (já, ég er að fara að tækla þessa ítölsku), Uppvöxtur Litla trés og War and Peace enn sem komið er.

e.s. Helga sín átti afmæli í gær þar sem klukkan has passed midnight og er sú litla (nýti mér réttinn að segja litla þar sem ég er heilum sex dögum eldri) krúsídúlla orðin sautján ára gella og vil ég óska henni innilega til hamingju með það í um þriðja skiptið eða svo. :D

29 maí 2006

Massive Attack - Tear Drop

Deginum hefur formlega verið bjargað. Já, nefbrákanir, höfuðáverkar, bjórdrykkja og fleiri vandræðalegir þættir nýliðinnar nætur hafa fallið í skuggann á einkar ólöglegri bílferð í einkar æðislegum bíl, nánar tiltekið Prosche Carrera árgerð 2005. (Hefði þó verið til í að vera stödd á þýskri hraðbraut í stað hinnar íslensku Miklubrautar og Réttarholtsvegarins, m.a.) Ég er búin að vera brosandi hringinn síðan ég sá bílinn. Og bros þetta hefur ekki yfirgefið andlit mitt og mun ekki gera í bráð þrátt fyrir biturleika minn og ævarandi kaldhæðni. Takið nú lífinu létt og látið einfalda, ómerkilega hluti ekki vefjast fyrir ykkur. :D

28 maí 2006

Christoph Eschenbach - Raindrop Prelude

Fuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuck....

23 maí 2006

Marilyn Monroe - Happy Birthday

Á þessum degi fyrir…

…576 árum var Jóhanna af Örk tekin til fanga af Búrgundunum

…473 árum var brúðkaup Hinriks VIII og Katrínar af Aragon gert ógilt

…201 ári var Napóleon Bónaparti krýndur Frakklandskonungur

…162 árum var fyrsta Morsemerkjakerfisskilaboðið sent

…77 árum var fyrsta talsetta Mikka Mús teiknimyndin sýnd

…61 ári svipti Heinrich Himmler, yfirhershöfðingi SS, sig lífi

…32 árum fæddist Rubens Barrichello, brasilískur ökumaður

Þið megið geta hvað gerðist fyrir 17 árum. Ég skal gefa ykkur vísbendingu: ég vaknaði við afmælissöng og köku :D

22 maí 2006

Coldplay - Kingdom Come

Lífið er powergame. Ég komst að því í dag meðan ég lá heima í veikindum mínum sem ég er innilega pirruð útí. Vaknaði í morgun og var að drepast úr hita, hausverk og beinverkjum, hef ekki einu sinni getað lagað mig í dag og ég er mjög góð í að laga mig þegar ég er veik. Á svo að mæta í starfskynningu í fyrramálið kl. 08:00 og á kóræfingu kl. 18:00. Við sjáum til hvernig þetta fer allt saman ef ég lagast ekki í nótt. En til að koma mér aftur að point-i bloggsins þá er lífið powergame. Ég hef, sem áður sagt, legið yfir þessu í dag og hef fundið mikið til rökstuðnings þessu. Helsta dæmið er atvik sem átti sér stað fyrir einhverjum dögum en ég ætla ekki að greina frá því hér. En annars er búið að segja oft og mörgum sinnum við mig að lífið sé powergame, eða allavega allnokkrir hlutar þess en ég komst ekki að þessu fyrr en í dag. Veri þeir ósammála mér sem vilja.

Ég horfði ekki á Eurovision í fyrsta skipti í mörg, mörg ár. Mér er alveg sama. Heimildir mínar segja mér að Finnland hafi unnið. Ég er fegin því. Mér fannst það gott lag og einkar fyndið að ein manneskjan í þessari hljómsveit kom fram sem munkur einmitt vegna heiftarlegs ofnæmis fyrir latexi. Það fannst mér fyndið, einfaldur húmor, ég veit. Svo fannst mér líka bara ekkert til hinna laganna koma. Var reyndar ekkert búin að heyra það mörg en þau sem ég heyrði hljómuðu öll eins og blönduðust saman.

Ferðin sem farin var upp í Hvalfjörð má segja að hafi heppnast ágætlega. Ég skemmti mér allavega þokkalega. Finnst ummæli blaðamanna um þetta þó frekar ýkt enda búin að vera að útskýra fyrir foreldrum mínum í dag að svona fór þetta ekki fram. Allavega ekki eftir minni bestu eftirtekt (þetta var asnaleg setning). En þó þarf ekki að treysta minni dómgreind, hún á það til að já, förum annars ekkert út í það.

En þetta verður ekki lengra í bili (sem betur fer) því ég er að fara að sofa. Góða nótt.

18 maí 2006

Gnarls Barkley - Crazy

Prófin eru búin. Dagar myglu, málningaleysis og íþróttabuxna eru taldir og tími brjóstarhaldara, drykkju og skemmtanahalda eru að líta dagsins ljós. Já, dagurinn í dag hefur verið andskoti góður, þýskupróf, Hlöllabátar og Eurovision í kvöld. Svo er líka maí og í maí er alltaf gaman :P
En til að gera smá samantekt á þessum blessuðu prófum sem staðið hafa síðustu 18 daga eða svo:

Félagsfræði (ég fíla ekki óskiljanleg hugtök sem maður þarf að læra utanað)

Stærðfræði (þetta var einfaldlega stærðfræði, need I say more?)

Íslensk ritgerð (ritstífla og óákveðni en redding)

Íslensk fræði (ég hef afsökun, ég er bara hálfur Íslendingur)

Saga (krampi í hendinni)

Jarðfræði (já, eins og áður hefur komið fram eru ég og jarðfræði bestu vinir, annars sjá ummæli um félagsfræði)

Efnafræði (hefði átt að fylgjast með í tímum í vetur)

Enska (skemmtilegt próf en ég klúðraði stílnum að einhverjum hluta)

Þýska (eiginilega of létt og er því hrædd við klaufavillur)

Já, ég er annars bara sátt við þessi próf, þ.e. þangað til ég fæ einkunnirnar.
Til hamingju með prófalokin og gleðilegt partýstand, ehhe. :D

14 maí 2006

Fortress - Pinback

Ég var að uppgötva Prison Break, það eru bestu þættir í heimi. Mér finnst þetta intelligent (dæmi um hvað íslenska er ómöguleg) þættir. Þeir láta mig samt verða pirraða út í ríkistjórnir. Ég var líka að horfa á Jarhead í gær og þá varð ég enn pirraðari. Fólk er bara eins og e-r peð sem er stjórnað af ríkisstjórninni og þó þetta séu bara myndir fyndist mér alls ekkert ólíklegt að þetta væri svona í alvöru. Eins og hermennirnir, þeir eru bara skoðunarlausar drápsvélar. Það er bara svo mikil ósanngirni í þessu og saklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þessu. Ég hef bara of mikla réttlætiskennd að ég verð alveg brjáluð, svona hlutir hafa svo gríðarleg áhrif á mig. Ég man líka þegar ég var að íhuga hvort ég tryði á guð eða ekki. Ég trúði einu sinni á guð en svo fór ég að hugsa aðeins um þetta. Hann á að vera almáttugur, hann á að hafa skapað jörðina, Eva á að hafa orðið til úr rifbeininu á Adam. En nú eru til vísindi og þau segja aðra sögu. Þróunarsöguna og hvernig jörðin varð til úr sprengingu. Ég á miklu auðveldara með að trúa þessu, þ.e. vísindunum. Svo er til fólk sem segist trúa á guð en trúir ekki að hann hafi skapað jörðina. Mér finnst það rangt, annað hvort trúirðu öllu eða engu. Það er ekkert sem heitir að vera hálf-kristin og sveigja trúnna eftir sínu eigin höfði en það er einmitt til fólk sem gerir það. Fólk sem gerir ýmsa hluti því guð sagði þeim að gera það, að drepa fólk því guð sagði þeim að gera það, mér finnst þetta lýsa hálfgerðri geðveiki. Svo er annað með guð, að ef hann er almáttugur, af hverju horfir hann þá á milljónir fólks deyja fyrir fáránlega málstaði? T.d. að Bandaríkjamenn mega ekki missa olíulindir sínar svo þeir ráðast á aðra þjóð til að kenna e-m um, er það sanngjarnt? Að fólk fæddist á ákveðnum stað í heiminum og þarf þess vegna að svelta í hel, er það sanngjarnt? Að sumir fái allt og aðrir ekkert, er það sanngjarnt? Ég á allavega erfitt með að trúa að guð geti horft á allt þetta gerast en samt er sagt að hann sé almáttugur og miskunnsamur og góður og allt það, ég á bara mjög erfitt með að trúa því. Þannig já, ég trúi sem sagt ekki á guð. Mér finnst líka trúarbrögð í heildina hálf fáránleg. Ef engin trúarbrögð væru til myndi stríðum fækka gríðarlega. Þó mega trúarbrögðin eiga það að þau veita fólki von þegar það á ekkert annað eftir í lífinu. Sumir finna huggun í því að þeim séu fyrirgefnar syndir sínar á dánarbeði sem er vissulega e-ð til í. En áður en ég fer að hafa mikið fleiri skoðanir á ýmsum málum ætla ég að hætta og tek það líka fram að þetta er bara mín skoðun. Jæja, efnafræði?

p.s. Allir að vera góðir við mæður sínar í tilefni dagsins :)

10 maí 2006

Benny Benassi - Satisfaction

Jess, ég er búin að lesa þetta fokking helvíti. Jább, jarðfræðiprófið er á morgun og ég er búin að lesa. Ég man ekki neitt úr þessu, ja, nema auðvitað hluti sem við þurfum svo pottþétt ekki að kunna, t.d. að ís þenst út um 9% milli -5 og -22°. En svona er ég víst, useless information höfðar gríðarlega til mín. Eins og í söguprófinu um daginn, sem gekk samt ansi vel held ég, þá vissi ég svona latnesku heitin á embættunum og tungumálatengsl e-r, e-ð sem maður þarf ekki að kunna en mér bara finnst það áhugavert. Annars er klukkan að ganga fimm og ég er bara hress, búin að drekka tvo bláa magic-a, einn svartan, e-r drykk sem heitir Cult sem inniheldur guarama en koffeinið í guarama er sjö sinnum meira en í kaffibaun, merkilegt, og já, svo er ég víst líka búin að drekka tvö stykki sviss mokka og einn cappucino, gaman að þessu. Sólin er líka komin upp og Fréttablaðið kom áðan, fannst það skondið, ég varð reyndar skíthrædd þegar ég heyrði í póstlúgunni því þegar það kom, uppúr þrjú, þá var dimmt, eða svona frekar dimmt og ég sat ein, sit reyndar enn, ein inni í tölvuherbergi að reyna að læra og já, brá svona frekar, en aldrei hef ég vitað til þess að fólk sé að bera út dagblöð alveg svona snemma. Svo er ég búin að vera að gera svona voða uncharacteristic hluti síðustu daga, t.d. að fórna svefn fyrir jarðfræði, (jarðfræði?! Hver gerir svoleiðis?, þetta er ómerkilegasta og leiðinlegasta fag í heimi, og ég segi þetta bara því ég kann ekkert í því..), ég hef ekki verið í brjóstarhaldara í svona þrjá daga, ég er búin að vera að hlusta á techno í allan dag, ég borðaði egg og drakk trönuberjasafa um daginn, (ég hvorki borða egg (þ.e. soðin) né drekk trönuberjasafa), fór í sund og synti, hefur verið að dreyma vægast sagt skrítna drauma síðustu vikur og alltaf munað þá alla og svo er ég orðin andskoti óákveðin, ég veit t.d. ekkert hvað ég á að gera við hárið á mér og já, ég veit eiginlega ekki neitt þessa dagana. Tvíburaeinkennið að segja til sín? Í dag fór ég í sólbað, því það var sól, og ég fékk lit, víví, gaman, gaman. Hann fer á morgun, pottþétt. Húðin mín er líka í rústi, það finnst mér einkar leiðinlegt. Í dag fattaði ég, mér til mikillar gleði (danke, das freut mich), hvað þýðir í rauninni að vera skælbrosandi en það tengist einmitt einni skemmtilegri vísu sem inniheldur grámyglur tvær. Gaman að því. En svo ég tali nú aðeins um þetta techno sem ég er byrjuð að hlusta á þá finnst mér bara andskoti þægilegt að hlusta á techno þegar ég er að læra, hlustaði alltaf á klassíska tónlist sem er líka þægilegt en mér finnst techno sneðugra svona á næturna, jább. Annars held ég að það sé komið mál á mig að fara að sofa þó það muni nú örugglega taka drjúga stund eftir allt þetta koffein og þetta blogg er heldur ekkert voðalega marktækt vegna þess að klukkan er ja, að verða fimm og ég er með frekar mikið koffein í blóðinu og ég er búin að vera vakandi í svona 20 tíma sem er kannski ekkert svo mikið en miklu meira en ég er vön, er svoddan svefnpurka. En ég þarf líka að vakna snemma á morgun svo ég nái nú að læra e-ð meira fyrir þetta blessaða próf sem er eftir u.þ.b. átta tíma og tuttugu mínútur.
Ó guð.

06 maí 2006

Sheena Easton - Morning Train (Nine to Five)

Stofan mín er frábær

Flygillinn minn er yndislegur

Saga er geðveikt skemmtileg

Bubbi er kúl

Hommablöð eru fyndin (ekki spurja)

Fiðrildi í maganum eru dásamleg

Jarðaber eru himnesk

Franskar súkkulaðikökur eru unaðslegar

Mjólk er góð

Maí er undursamlegur

Tónlist er dýrðleg

Erfiðustu prófin eru búin og skemmtilegu prófin eru eftir (utan jarðfræðinnar auðvitað)

Veðrið er gott

Ég stend í þeirri trú að langþráða sumarið sé komið

Ég vil trampólínið mitt út

Jákvæðni er málið

Það er svo auðvelt að koma mér í gott skap

Í dag er gaman að vera til

Njótið helgarinnar :)

02 maí 2006

Velvet Underground - Pale Blue Eyes

"For God's Sake, Please Stop the Aid!"

The Kenyan economics expert James Shikwati, 35, says that aid to Africa does more harm than good. The avid proponent of globalization spoke with SPIEGEL about the disastrous effects of Western development policy in Africa, corrupt rulers, and the tendency to overstate the AIDS problem.

SPIEGEL: Mr. Shikwati, the G8 summit at Gleneagles is about to beef up the development aid for Africa...

Shikwati: ... for God's sake, please just stop.

SPIEGEL: Stop? The industrialized nations of the West want to eliminate hunger and poverty.

Shikwati: Such intentions have been damaging our continent for the past 40 years. If the industrial nations really want to help the Africans, they should finally terminate this awful aid. The countries that have collected the most development aid are also the ones that are in the worst shape. Despite the billions that have poured in to Africa, the continent remains poor.

SPIEGEL: Do you have an explanation for this paradox?

Shikwati: Huge bureaucracies are financed (with the aid money), corruption and complacency are promoted, Africans are taught to be beggars and not to be independent. In addition, development aid weakens the local markets everywhere and dampens the spirit of entrepreneurship that we so desperately need. As absurd as it may sound: Development aid is one of the reasons for Africa's problems. If the West were to cancel these payments, normal Africans wouldn't even notice. Only the functionaries would be hard hit. Which is why they maintain that the world would stop turning without this development aid.

SPIEGEL: Even in a country like Kenya, people are starving to death each year. Someone has got to help them.

Shikwati: But it has to be the Kenyans themselves who help these people. When there's a drought in a region of Kenya, our corrupt politicians reflexively cry out for more help. This call then reaches the United Nations World Food Program -- which is a massive agency of apparatchiks who are in the absurd situation of, on the one hand, being dedicated to the fight against hunger while, on the other hand, being faced with unemployment were hunger actually eliminated. It's only natural that they willingly accept the plea for more help. And it's not uncommon that they demand a little more money than the respective African government originally requested. They then forward that request to their headquarters, and before long, several thousands tons of corn are shipped to Africa ...

SPIEGEL: ... corn that predominantly comes from highly-subsidized European and American farmers ...

Shikwati: ... and at some point, this corn ends up in the harbor of Mombasa. A portion of the corn often goes directly into the hands of unsrupulous politicians who then pass it on to their own tribe to boost their next election campaign. Another portion of the shipment ends up on the black market where the corn is dumped at extremely low prices. Local farmers may as well put down their hoes right away; no one can compete with the UN's World Food Program. And because the farmers go under in the face of this pressure, Kenya would have no reserves to draw on if there actually were a famine next year. It's a simple but fatal cycle.

SPIEGEL: If the World Food Program didn't do anything, the people would starve.

Shikwati: I don't think so. In such a case, the Kenyans, for a change, would be forced to initiate trade relations with Uganda or Tanzania, and buy their food there. This type of trade is vital for Africa. It would force us to improve our own infrastructure, while making national borders -- drawn by the Europeans by the way -- more permeable. It would also force us to establish laws favoring market economy.

SPIEGEL: Would Africa actually be able to solve these problems on its own?

Shikwati: Of course. Hunger should not be a problem in most of the countries south of the Sahara. In addition, there are vast natural resources: oil, gold, diamonds. Africa is always only portrayed as a continent of suffering, but most figures are vastly exaggerated. In the industrial nations, there's a sense that Africa would go under without development aid. But believe me, Africa existed before you Europeans came along. And we didn't do all that poorly either.

SPIEGEL: But AIDS didn't exist at that time.

Shikwati: If one were to believe all the horrorifying reports, then all Kenyans should actually be dead by now. But now, tests are being carried out everywhere, and it turns out that the figures were vastly exaggerated. It's not three million Kenyans that are infected. All of the sudden, it's only about one million. Malaria is just as much of a problem, but people rarely talk about that.

SPIEGEL: And why's that?

Shikwati: AIDS is big business, maybe Africa's biggest business. There's nothing else that can generate as much aid money as shocking figures on AIDS. AIDS is a political disease here, and we should be very skeptical.

SPIEGEL: The Americans and Europeans have frozen funds previously pledged to Kenya. The country is too corrupt, they say.

Shikwati: I am afraid, though, that the money will still be transfered before long. After all, it has to go somewhere. Unfortunately, the Europeans' devastating urge to do good can no longer be countered with reason. It makes no sense whatsoever that directly after the new Kenyan government was elected -- a leadership change that ended the dictatorship of Daniel arap Mois -- the faucets were suddenly opened and streams of money poured into the country.

SPIEGEL: Such aid is usually earmarked for a specific objective, though.

Shikwati: That doesn't change anything. Millions of dollars earmarked for the fight against AIDS are still stashed away in Kenyan bank accounts and have not been spent. Our politicians were overwhelmed with money, and they try to siphon off as much as possible. The late tyrant of the Central African Republic, Jean Bedel Bokassa, cynically summed it up by saying: "The French government pays for everything in our country. We ask the French for money. We get it, and then we waste it."

SPIEGEL: In the West, there are many compassionate citizens wanting to help Africa. Each year, they donate money and pack their old clothes into collection bags ...

Shikwati: ... and they flood our markets with that stuff. We can buy these donated clothes cheaply at our so-called Mitumba markets. There are Germans who spend a few dollars to get used Bayern Munich or Werder Bremen jerseys, in other words, clothes that that some German kids sent to Africa for a good cause. After buying these jerseys, they auction them off at Ebay and send them back to Germany -- for three times the price. That's insanity ...

SPIEGEL: ... and hopefully an exception.

Shikwati: Why do we get these mountains of clothes? No one is freezing here. Instead, our tailors lose their livlihoods. They're in the same position as our farmers. No one in the low-wage world of Africa can be cost-efficient enough to keep pace with donated products. In 1997, 137,000 workers were employed in Nigeria's textile industry. By 2003, the figure had dropped to 57,000. The results are the same in all other areas where overwhelming helpfulness and fragile African markets collide.

SPIEGEL: Following World War II, Germany only managed to get back on its feet because the Americans poured money into the country through the Marshall Plan. Wouldn't that qualify as successful development aid?

Shikwati: In Germany's case, only the destroyed infrastructure had to be repaired. Despite the economic crisis of the Weimar Republic, Germany was a highly- industrialized country before the war. The damages created by the tsunami in Thailand can also be fixed with a little money and some reconstruction aid. Africa, however, must take the first steps into modernity on its own. There must be a change in mentality. We have to stop perceiving ourselves as beggars. These days, Africans only perceive themselves as victims. On the other hand, no one can really picture an African as a businessman. In order to change the current situation, it would be helpful if the aid organizations were to pull out.

SPIEGEL: If they did that, many jobs would be immediately lost ...

Shikwati: ... jobs that were created artificially in the first place and that distort reality. Jobs with foreign aid organizations are, of course, quite popular, and they can be very selective in choosing the best people. When an aid organization needs a driver, dozens apply for the job. And because it's unacceptable that the aid worker's chauffeur only speaks his own tribal language, an applicant is needed who also speaks English fluently -- and, ideally, one who is also well mannered. So you end up with some African biochemist driving an aid worker around, distributing European food, and forcing local farmers out of their jobs. That's just crazy!

SPIEGEL: The German government takes pride in precisely monitoring the recipients of its funds.

Shikwati: And what's the result? A disaster. The German government threw money right at Rwanda's president Paul Kagame. This is a man who has the deaths of a million people on his conscience -- people that his army killed in the neighboring country of Congo.

SPIEGEL: What are the Germans supposed to do?

Shikwati: If they really want to fight poverty, they should completely halt development aid and give Africa the opportunity to ensure its own survival. Currently, Africa is like a child that immediately cries for its babysitter when something goes wrong. Africa should stand on its own two feet.


Ég er frekar sammála Shikwati, sjálfstæði er nauðsyn, gæti rökstutt það af persónulegum ástæðum og lífsreynslum en nenni því ekki. Lesið og myndið ykkur skoðun :)

p.s. Gleðilegan maí :D