29 júlí 2006

Rachel Yamagata - Worn Me Down

Rachael Yamagata - Worn Me Down
Sjúkrasaga mín hefur lengst til muna síðustu vikur. Ég hef farið í tvö "sýna"-próf og fengið neikvæða niðurstöðu í einu (neikvætt er gott, maður vill fá neikvætt) er ekki búin að fá úr hinu, svo fór ég í röntgenmyndatöku, ég var heilbrigð á henni einnig. Berkla- og lungnasérfræðingur hlustaði á lungun mín sem voru hrein og fín (átti ekki að ríma) og ég hef verið að taka allt of mikið af lyfjum, Nezeril, Augmentin, Amoksiklav, Clarinase, Panocod, Voltaren Rapid og Zink-dropa svo e-ð sé nefnt. Já, þetta er búið að vera alveg hræðileg vika.

En ég hef einnig komist að ýmsu þessa viku. T.d. er Sean Connery tvímælalaust besti James Bond-inn. Ég er hætt að geta kraftaverkalagað mig. Rebound-gaurar eru æðislegir, stundum of æðislegir. Að þurfa að horfa á þrjá karlkyns lækna (einn þeirra ungur og ekkert ómyndarlegur) skoða röntgenmynd af bringunni á manni (lungunum) getur verið frekar vandræðalegt. Að vera veikur er ekkert sérstaklega skemmtilegt. Skór og Subway er allt sem þarf til að gleðja mig. Regndropaprelúdían er enn fallegasta lag í heimi. Soltaire er snilldar tímaeyðsla sem og batteríeyðsla. Þynnka og veikindi eru a truly beatable combination. Ég er léleg að blogga.

41 dagur í Ítalíu :P

19 júlí 2006

Sigur Rós - Viðrar vel til loftárása

Varúð: Þetta verður leiðinlegt staðreyndablogg.

Ég er fárveik. Sit hérna í vinnunni að deyja með hita upp á 38°C, kvef, beinverki og hósta. Hljómar eins og inflúensa. Jább.

Það eru 37 mínútur eftir af vinnutíma mínum og að honum loknum mun ég kaupa mér e-ð sem inniheldur súkkulaði.

Lag dagsins er namminammi gott.

Í vinnunni geri ég oft eftirfarandi: Les blogg, skrifa blogg, ydda blýanta, drekk te og vatn í boði Sjálfstæðisflokksins (veit ekki hvort það er með stóru eða litlu, skýt á stórt þó mér þyki nú ekki mikið til sjálfstæðisflokksins koma (sorrý Karen;)) en hvað veit ég, hef svo sem ekki myndað mér almennilega skoðun á því, þannig þeir fá að hafa stóran staf þangað til ég hef aflað mér nægra upplýsinga), krota og þá helst þrívíða ferhyrninga og davíðsstjörnur (mjög gaman). Einnig kemur fyrir að ég svari símanum, skrái niður beiðnir og stelist í snake II.

Í sannleika sagt hef ég ekkert að blogga um. Ég er svo veik að ég get ekki hugsað. Æjj, ég set bara inn e-ð svona núverandi hérna í staðinn.

Núverandi dagsetning: 19. júlí 2006

Núverandi föt: Nærbuxur, brjóstahaldari, bolur, buxur, bolur og peysa

Núverandi skap: Tja, svona, ekkert allt of hress, helst vegna veikinda

Núverandi pirringur: Að geta ekki vaknað á morgnanna / Að þurfa að vakna á
morgnanna og veikindi

Núverandi lykt: Sápulykt

Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: Vinna

Núverandi skartgripir: Eitt hálsmen og tvö armbönd

Núverandi bók: Arvet efter Arn eftir Jan Guillou

Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Sofa og borða, kannski horfa á Rock Star og mögulega Americas Next Top Model

Núverandi áhyggja: Við skulum ekkert fara út í það hér

Núverandi tilhlökkun: Ítalía

Núverandi uppáhaldsleikari: Æjj, ég veit ekki

Núverandi löngun: Rúmið mitt, dúnsokkar og silkináttföt og Fabio Cannavaro

Núverandi tónlist: Engin, því miður

Núverandi farði: Nada (svaf yfir mig í morgun)

Núverandi eftirsjá: Bjór

Núverandi desktop pic: Græn engi og hólar

Núverandi blótyrði: Djöfullinn

Núverandi skemmtun: Þetta

Núverandi mistök : Tja, engin akkúrat núna en þau nýlegustu eru bjór

Núverandi ást: Súkkulaði, það sökkar

Núverandi manneskja sem ég forðast: Haha, skulum ekkert fara út í það

Núverandi hlutir á veggnum: Þrjár myndir og ljós og spegill og
reykskynjari og innstungur og slökkvitæki

Núverandi uppáhalds bók: Vägen till Jerusalem, Tempelriddaren, Riket vid Vägens Slut og Pride & Prejudice

Núverandi uppáhalds þáttur: Desperate Housewives

Núverandi uppáhaldsmynd: Pretty Woman, haha

Núverandi söfnun: Spik

Hey, viti menn, hringingar, föx og aðrar tafir gerðu það að verkum að nú eru aðeins nítján mínútur eftir af vinnutímanum. Jeij.

Brandari dagsins:
Viðskiptaafskiptasamir menn eru að tala saman á viðskiptalegan máta og þurfa að koma e-m upplýsingum til skila. Taka má fram að annar þeirra er enskur en hinn íslenskur og því verður brandarinn sagður á ensku. Einnig má taka fram að brandarinn er í raun ekkert fyndinn en mig langar samt að segja hann.
Enski maðurinn spyr: 'Do you have a fax?'
Íslenski maðurinn svarar: 'No, but my horse does.'

Tíhí.

'Aaaatsjú'

Já, ég þarf að fara að koma mér heim í bólið að sofa af mér þessa veiki mína.

Kraftaverkalögun Katrínar þegar kemur að flensu: Drekka a.m.k. þrjá lítra af vatni. Drekka sítrónuvatn með örlítið af hunangi. Koníaksdropi skemmir ekki fyrir ef manni finnst slíkt gott, er mjög gott fyrir hálsinn, púrtvín virkar líka. Svo á maður að klæða sig í mörg föt og helst bara sofa í þeim öllum og sofa lengi. Og viti menn, næsta dag er maður alveg lagaður. Planið að gera þetta í kvöld og sjá hvort þetta virki? Jább, held það barasta.

p.s. Ég veit ég er með aulahúmor, þarf ekkert að vera að segja mér það.

p.s.2. (playstation 2) aðeins tólf mínútur eftir af vinnunni. Víví.

14 júlí 2006

Eels - Souljacker

Ég þoli ekki þegar ég læri ekki af mistökunum. Ég virðist ekki geta lært af þeim, það er svo einfalt. Ég er alltaf að finna mig í sömu aðstæðum, aftur og aftur og aftur. Ég skil þetta ekki. Ég er víst bara alltof trúgjörn og easily fooled og greinilega með e-n innbyggðan galla sem gerir það að verkum að ég treysti fólki aftur og aftur og geri sömu mistökin aftur og aftur.

En að öðrum hlutum. Vinnan mín er geggjað skemmtileg. Í henni hef ég mikið að gera, endurraða hlutum í hillur af/að eigin frumkvæði, ydda blýanta í gríð og erg, lesa bækur (er búin með hálfa þriðju bók síðan ég byrjaði hérna), vera ótrúlega góð í símann við gamla fólkið sem hringir og auðvitað drekka te í lítratali og þar af leiðandi er ég alltaf á klósettinu líka. Ég er búin að prófa allar tegundir tes (?) sem til eru hérna í vinnunni og komist að því að tegund sem heitir Peach Paradise eða e-ð slíkt er best. Jebb, þetta er sko ekki einhverf vinna.

Það eru 50 dagar í Ítalíuna mína. Ég er að deyja úr spenningi. Ég hlakka svo til að fara. Sérstaklega núna. Ég er eiginlega komin með hálfgerða leið á að vera hérna á Íslandi allan tímann. Það er kominn tími til að fara héðan. Ég á svo ekki eftir að búa hérna alla mína ævi, það er ekki séns. Ég fæ leið á hlutum allt of fljótt, hehe. En ég mun samt sakna Íslands og fólksins hérna eftir 10 mánuði, sérstaklega fólksins, landið er ekkert svo merkilegt, hehe.

Oh, well, back to 'work'.

10 júlí 2006

Bob Dylan - Oh, Sister

Ítalía eru heimsmeistarar (Ítalíunærfötin hafa greinilega skilað sínu).

Jeij.

Á eftir er ég að fara í ökuskólann.

Bráðum fæ ég æfingaleyfi.

Jeij.

Í dag er ég glöð, pirruð, vonsvikin, ánægð, full tilhlökkunar, full eftirsjár, með samviskubit og bjartsýn.

Það er svona þegar maður upplifir margt í einu á einni helgi eða svo.

Ég er að verða brjáluð á iðnaðarmönnunum hérna í vinnunni sem eru borandi allan daginn og ég heyri varla í símanum og það er það sem ég geri helst í vinnunni, fyrir utan auðvitað að lesa Riket vid vägens slut. Slæmt. Eini kosturinn er að þetta eru ekkert illa útlítandi drengir. Fær aldrei nóg af svoleiðis :P.

Útileigur eru skemmtilegar. Ég er þó að hugsa um að læra af mistökunum og hafa með mér nokkur flísteppi, húfu og vettlinga, ullarsokkar, yfirhafnir og dúnsokka í næstu útileigu.

Oh, vesen.

04 júlí 2006

Granddaddy - Revolution

Jább, undanúrslitadagurinn er runninn upp og ég er að farast úr spenningi. Eftirtaldir verða í eldlínunni í kvöld:

Fabio Cannavaro, miðvörður og fyrirliði, nr. 5

Alessandro Nesta, varnarmaður, nr. 13

Andrea Barzagli, varnarmaður, nr. 6

Reyndar verður Alessandro Nesta væntanlega fráverandi vegna meiðsla og Andrea Barzagli mun væntanlega leysa hann af. En þessir fá allavega verðlaun frá mér fyrir að vera fallegir, myndarlegir og einfaldlega hottt. (Yes, i know, I have a thing for Italian defenders.) :P

Þessi leikur verður hörkuspennandi og ég vona bara að Ítalía vinni hann. Ég hef samt ekkert á móti Þjóðverjum en held bara með Ítalíunni minni.

Á morgun ætla ég að halda með Frökkum. Svo þætti mér gaman að vita af hverju úrslitaleikurinn er klukkan sex á sunnudagskvöldi. Mig hefði langað að fara og skemmta mér e-ð eftir leikinn. Tiss...

En já, ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir leikinn, hehe. Fara í Ítalíu-nærfötin mín og svona (já, ég veit ég er lúði.)

Ciao.

03 júlí 2006

Tiger Lou - Sam, as in Samantha

Jæja, nú er tæp klukkustund eftir af þessari blessuðu vinnu og tíminn hefur bara verið þokkalega fljótur að líða. Helstu ástæðurnar á bak við það er að það er búið að vera frekar mikið að gera, ég fór í hálftíma hádegishlé og ég er búin að vera að dunda mér á spjallrásum netheimsins og þá er ég ekki að tala um að ég sé að reyna að lokka til mín e-a 11 ára gamla drengi eða e-r fimmtugir karlar séu að reyna að lokka mig til sín heldur var ég inná heimasíðum eins og arsenal.com, fotbolti.net og femin.is. Svo hefur hugur minn eiginlega einungis beinst að HM 2006 þar sem það er helvíti spennandi núna og bráðum búið. Ég hef ákveðið að endanlega halda með Ítalíu og það kæmi mér ekki á óvart ef Ítalir og Frakkar spiluðu úrslitaleikinn. Og sjaldan hef ég verið jafn glöð með úrslit fótboltaleiks og þegar Frakkar sendu Braselíumennina heim eftir 1-0 sigur og hver skoraði ekki nema minn maður, Thierry Henry. Þessi úrslit jöfnuðust á við Bayern München - Manchester United hérna um árið (já, einu sinni hélt ég með Man. Utd.). En ég missti af leiknum því heilinn minn er víst enn stilltur á sænskan tíma og ég hélt að leikurinn væri klukkan níu en ekki sjö. En ég varð ánægð samt sem áður.

Vinnan er annars öll að koma til og ég er búin að vera alveg ein hérna síðasta eina og hálfa tímann og er nokkuð viss um að hafa ekki klúðrað neinu enn sem komið er. Það eru líka svo fínar konur hérna þannig ég skammast mín ekkert fyrir að spurja. Þetta var setning sem ég hélt ég myndi aldrei segja. Ég að spurja um e-ð, gerist voðalega sjaldan. Allavega um e-ð sem tengist starfi eða skóla. Stundum er mjög gaman að tala í símann hérna. Áðan hringdi t.d. í mig kona og vildi fá að vita hver kæmi til hennar og ég svaraði því og hún þakkaði fyrir sig. Fimm mínútum seinna hringdi hún aftur til að láta mig vita hversu yndisleg ein kona hafði verið sem hafði komið til hennar um daginn. Ég brosti bara út að eyrum og komst ekki yfir hversu ótrúlega krúttleg konan var. Gamalt fólk getur verið svo krúttlegt.

Ég er núna formlega í vinnunni minni, skrifaði undir samning í dag og leið voða fullorðinslega. Fyrsti samningurinn minn, hehe. Það stendur svo sem ekki mikið á honum. Einna helsta er að ég tilheyri launaflokki 613-A10 og er bundin þagnarskyldur skv. 18 gr. laga nr. 70/1996.

Áðan langaði mig að skrifa um HM en núna nenni ég því ekki, enda lítið eftir af vinnunni og ég þarf að fara að huga að hlutum hérna. Ég þarf núna að setja símsvarann á, læsa aðalhurðinni sem og lyftunni. Gríðarlegt ábyrgðarstarf, ég veit. Svo verð ég að muna að "logga mig út" á símanum, gleymdi því einmitt á föstudaginn og því virðist eins og ég hafi verið í vinnunni yfir helgina. En nóg af því.

Bless.