30 júní 2006

The Bloodhound Gang - The Roof is on Fire



Jæja..ég hef ekkert að gera þannig ég ákvað að blogga þó ég hafi ekkert að
segja. Ég sit hérna í vinnunni og það er nákvæmlega ekkert að gera. Þessi
morgun hefur verið mjög rólegur vægast sagt, örugglega bara svona 10-15
símtöl á sex tímum. Ég hef meira að gera í símanum heima hjá mér í
hvert sinn sem ég er að reyna að horfa á e-a góða mynd í sjónvarpinu. Og
svo var ég færð á meiri áberandi stað þannig ég þori ekki að lesa
Cosmopolitan blaðið sem ég kom með. En jæja, það eru bara tveir
tími eftir og ég fæ kannski að fara fyrr eins og í gær, vona það.
Annars er mér ekkert að lítast á þetta veður, grenjandi rigning og vindur.
Ég sem stóð í þeirri trú að það væri komið sumar. Ég var líka búin að lofa
sjálfri mér að hjóla alltaf í vinnuna. Ég stóð við loforðið í morgun en
mig langar ekki að vita hvernig hjólinu mínu líður úti í þessari dembu.
Ætli ég þurfi ekki bara örlítinn tíma til að venjast þessu óstabila veðri
sem hið íslenska er.

En núna langar mig að koma með smá upplýsingar um Bari. Það er borg
jólasveinsins því San Nicola (sankti Nikulás) er einmitt grafinn í
basilíkunni þar í borg en hún er jafnframt frægasta bygging borgarinnar. Í
Bari búa u.þ.b. 330.000 manns og er hún því jafn stór og Malmö
íbúafjöldalega séð þó íbúafjölda Bari fari lækkandi (u.þ.b 377.000 manns
árið 1988) sem og íbúafjölda Ítalíu og Malmö heldur áfram að fyllast af
innflytjendum (sbr. Elefantens sociala problem)*. En mér hefur alltaf
fundist jafn merkilegt með þennan decreasing íbúafjöldi í Ítalíunni þar
sem landið er kaþólskt. Ítalir eru kannski bara hættir að trúa á kynlíf.
Svo er einmitt líka annar punktur með Ítalíu að ég veit núna um þrjár
fullorðnar ítalskar manneskjur sem ekki bragða áfengi. Þetta finnst mér
skrítið. Ég hélt að allir Ítalir drykkju, allavega rauðvínsglas með
matnum, ég meina, þeir voru farnir að bjóða mér vín þegar ég var ellefu
ára. En jájá, þeir um það. Annars þykir mér alltaf jafn vænt um þessa
blessuðu Ítali (Ítala?). En já, ég læt fylgja nokkrar myndir sem ég hef
verið að dunda mér að leita uppi.























































* Sjá blogg 27.apríl 2006

29 júní 2006

Elias - Who's da Man

Þá er maður kominn heim. Það er gott að vera komin heim. Ég var líka frekar lengi úti og er gjörsamlega dottin úr öllu sem tengist íslensku samfélagi, næstum allavega. Tungumálið er meira að segja farið að vefjast aðeins fyrir mér þannig ef ég læt frá mér einhverjar sænskar slettur biðst ég afsökunar fyrirfram.
Ég verð annars að segja að ferðin byrjaði ekki vel því vélinni seinkaði um fjóra tíma vegna óveðurs í Bandaríkjunum. Ég var einkar pirruð út í íslenskt skipulag (óskipulag) og verð alltaf þegar ég kem á Leifsstöð. Ég skil ekki af hverju u.þ.b 11 flugvélar eru látnar fara á innan við hálftíma. Allir koma þá á sama tíma og eins og það hafi ekki verið nógu mikil ringulreið fyrir þar sem þeir eru e-ð að endurbyggja þarna. En já, svo fór nú flugvélin af stað og ég fann ekkert mikið fyrir flughræðslunni enda gott og stutt flug, meðvindur og hagstæður jarðarsnúningur. En vandræðunum var nú ekki lokið heldur þurftum við að bíða í tvo tíma eftir farangrinum því ekki var hægt að opna farangursgeymsluna á vélinni og minnstu munaði að vélin hefði verið send aftur heim til Íslands með farangurinn með. Þannig ég kom heim til morfars um kvöldmatarleitið í stað um klukkan eitt.

Annars gerði ég nú ekki mikið í ferðinni. Helstu var afmæli móður minnar, VM og Samsö. Afmælið var mjög skemmtilegt, fullt af fólki og mikið af Íslendingum, góður matur, (gott kampavín), við krakkarnir sem vorum fimm tókum okkur smá pásu og skruppum í fótbolta og þar áttaði ég mig á því í hversu innilega lélegu formi ég er í.
Já, HM var náttúrulega hápunktur ferðarinnar og við ætluðum að fara á leik en fengum ekki miða. Við hefðum hins vegar getað farið á Trinidad og Tobago - Svíþjóð en frænka mín þurfti endilega að eiga fimmtugsafmæli þann daginn. Leikurinn var heldur ekkert skemmtilegur þannig það var kannski alveg eins gott en ég hefði þó viljað skreppa til Þýskalands í stemninguna.
Samsö var eiginlega letdown. Ef ég spilaði golf hefði hún líklega ekki verið það. En það var low season þegar við fórum og eiginlega eina sem ég gerði var að lesa Pride & Predujice sem ég keypti mér vegna aðgerðarleysis og að horfa á HM sem ég hafði reyndar ekkert mikið á móti en já, ég var ekkert að fíla þessa eyju neitt voðalega.

Svo til að svara spurningunni um hvort engar tölvur séu til í Sverige þá eru nú alveg til tölvur en ég komst bara tvisvar í tölvu þar sem flestum mínum stundum var eytt í sumarhúsi morfars og hann hvorki kann á tölvu né hefur nokkuð að gera við slíkt tæki :). Ég hitti frændfólk mitt voðalega lítið heima hjá þeim og í þessi tvö skipti sem ég komst í tölvu var ég fyrst í matarboði hjá fólki sem ég hef ekki hitt í um 6 ár og mun ekki hitta í langan tíma og í seinna skiptið í matarboði hjá fólki sem ég hef ekki hitt í ár og mun ekki hitta í tvö ár.

Eins og ég segi er annars mjög gott að vera komin heim. Það er líka langt síðan ég var svona lengi í einu í útlöndum, síðast þegar ég var í mánuð var ég sjö ára. En það er samt alltaf jafn gaman í Svíþjóð. Bankareikningurinn minn var reyndar ekki alveg jafn hress með þetta, enda er hann tómur núna og ég gerði mitt besta til að tæma bankareikning móður minnar líka þannig ég er núna stórskuldug uppá 30.000 kr. u.þ.b. en það var svo sem þess virði.

Ég var annars að byrja í vinnunni í dag og líst bara frekar vel á þessa vinnu, hef nógan tíma til að vera á msn og á netinu sem mér finnst ekkert verra. Versta er að ég er ekki búin fyrr en fjögur og missi því af ansi mikið af HM leikjunum sem eftir eru, allavega ef þeir (sjónvarpstöðin) ætla að halda áfram að sýna þá klukkan þrjú. Ég er annars ekki alveg búin að ákveða með hverjum ég held, hélt með Svíþjóð en þeir duttu út, hélt með Tékklandi en þeir duttu út. Ég held allavega og mest með Ítalíu en ég held líka með Argentínu og Frakklandi svo eru Þjóðverjar bara farnir að spila skemmtilegan fótbolta og mér fyndist ekkert slæmt ef þeir ynnu þessa keppni. Svo lengi sem Brasilía vinnur ekki þá er ég sátt. :D

Forza Italia.

p.s. Ég fer til Bari sem skiptinemi 2.september næstkomandi, fékk þær upplýsingar meðan ég var úti. Bari er mjög sunnarlega og er staðsett svona á hásininni á stígvélinu. Gaman að þessu.

02 júní 2006

Bell X1 - Eve, the Apple of my Eye

Jæja, það virðist sem að ég þurfi að fara að takast á við flughræðslu mína enn og aftur. Jább, sitja inni í flugvél í þrjá tíma á leiðinni til Kaupmannahafnar og þaðan í lest yfir til Malmö. Ég hlakka samt ótrúlega til að vera komin til Svíþjóðar. Heilt ár síðan ég fór síðast. Næstu þremur vikum verður eytt í ísát, tennis, fótbolta, minigolf, sólböð, verlsun og matarboð. Og auðvitað má ekki gleyma að ég mun líklegast eyða mörgum stundum fyrir framan sjónvarpið horfandi á HM 2006 :D.
Og svo er spurningin hvort maður ætti ekki að fara að koma sér þar sem vélin fer eftir um þrjá tíma og ég á eftir að klára að pakka. Ég blogga væntanlega ekkert úti þannig ég læt heyra af mér eftir u.þ.b. 25 daga.
Hej då.

01 júní 2006

Belle & Sebastian - Beautiful

Halló heimur (haha, einkahúmor, bloggfærslurnar mínar eru aldrei of fullar af honum) !
Jæja, ég varð fyrir ákveðinni lífsreynslu um daginn. Jú, allmargir hafa sagt við mig þegar ákveðin lög hafa haft gríðarleg áhrif á einstaklinginn og jafnvel valdið tilfinningasveiflum. Ég hef alltaf staðið utan slíkra samræðna þar sem ég hef aldrei vitað hvað fólk hefur verið að tala um. En núna veit ég það. Ég varð einmitt fyrir þessari reynslu þegar ég stóð úti í strætóskýli fyrir utan Smáralindina eftir að hafa verið hjá tannréttingi. Ég var nýbúin að missa af strætó, eða svo til, og sá því fram á að þurfa að bíða í fimmtán óendanlegar mínútur, eins og mér leið ekki nógu illa í tönnunum og höfðinu þá var gríðarlegur non-stop vindur sem og einstaka rigningardropar og strætóskýlið gegndi hlutverki sínu sem skýli vægast sagt mjög illa. En þá datt mér í hug að hlusta á þetta tiltekna lag í mínum yndisfríða iPod-i. Ég hafði heyrt þetta oft áður og allt það, kann það meira að segja næstum/mjög illa/eiginlega ekkert á píanóið en allt í einu þarna hafði lagið þessi gríðarlegu áhrif á mig. Heimurinn stoppaði og hjartsláttur minn varð örari og þessar fimmtán mínútur, sem ég hafði kviðið um leið og ég uppgötvaði að ég þyrfti að bíða í fimmtán mínútur, liðu eins og tvær. Lagið er reyndar ekki fimmtán mínútur að lengd en ég hlustaði á það þrisvar í röð.

Í dag fór ég í afmæliskaffiboð til heiðurs sjálfri mér. Það var stútfullt af einkahúmor, nammi og The O.C. Fékk líka snilldargjafir og Annál sem var vægast sagt fyndinn. Takk Karen mín :D.

Eftir þennan Annálslestur fór ég að hugsa um liði skólaár sem tók ansi langan tíma þar sem minningarnar eru ekki fáar. Árið var mjög gott í heildina litið með nokkrum set-backs sem ég nenni eiginlega ekkert að kæra mig um, svo lengi sem aðrir sem áttu þátt í þeim nenna heldur ekki að kæra sig um þau. En ég uppgötvaði í dag í strætó hvað ég á eftir að sakna MR í þetta eina hálfa ár sem ég verð í burtu frá skólanum. MR er frábær skóli í alla staði og að hugsa að ég var í vafa með í hvaða menntaskóla ég ætlaði að fara. Og það líka virkilegum vafa, alltaf að skipta um skoðun, ég var meira að segja næstum farin að sjá eftir endanlegri ákvörðun minni en sú eftirsjá var fljót að fara. Já, maður er víst tvíburi eftir allt saman.

Gleðilegan júní, megi hann verða ykkur ljúfur og skemmtilegur, sem og sólríkur og vinnumikill. :D.